Saga - 1976, Side 163
FOSSAKAUP OC FRAMKVÆMDAAFORM
155
Umræður um málið urðu mjög litlar í neðri deild, og
er það til marks um það tómlæti, sem málið átti nú að
mæta. Lárus H. Bjarnason hafði framsögu af hálfu nefnd-
arinnar. Af öðrum þingmönnum var það Björn Kristjáns-
son, þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem einn gerði efnis-
legar athugasemdir við frumvarpið. Fannst honum frum-
varpið allt vera þannig lagað, að „óráðlegt væri að láta
það ganga fram á þessu þingi“. Umfjöllun Björns um
frumvarpið varð honum liins vegar tilefni til að gera
nokkrar athugasemdir um fossamálið sérstaklega. Eru
ummæli hans um þetta efni allrar athygli verð, því að þau
stinga nokkuð í stúf við málflutning manna um fossa-
málið almennt á þessum árum og lýsa skarpari skilningi
á aðstöðu Islendinga á þessu sviði en almennt gerðist.
Björn sagði m. a.: „Menn hafa gert sér miklar vonir um
að fossaflið mundi verða notað hér á landi og að í því fælist
mikill auður; en ég er þar á annarri skoðun. Það vill svo
til, að allir þeir fossar, sem veigamestir eru, liggja svo
langt uppi í landi, að samgöngur við þá eru mjög erfiðar
og kostnaðarsamar, og þar á ofan missist mikið afl á leið-
inni til sjávar, ef aflið er leitt þangað“. Af þessum ástæð-
um taldi Björn ólíklegt, að margir yrðu til þess að falast
eftir að fá fossa til notkunar hér á landi að óbreyttum að-
stæðum og allra sízt, ef binda ætti umráðaréttinn og af-
notaréttinn við aðeins 50 ár.
Þau urðu úrslit málsins í neðri deild, að breytingar-
tillaga nefndarinnar um að fella niður ákvæðin um að
krefjast lagaheimildar, en láta konungsleyfi nægja, var
samþykkt með 12:1 atkvæði. Síðan voru aðrar breytingar-
tillögur nefndarinnar og einstakar frumvarpsgreinar sam-
þykktar með 12—15 atkvæðum, en þegar frumvarpið var
borið upp í heild var það fellt með 11:10 atkvæðum!
Þessi afdrif málsins koma manni óneitanlega nokkuð
spánskt fyrir sjónir, einkum í Ijósi þess skýra þingvilja,
sem fram kom um þetta efni með samþykkt frumvarps-
ins 1899. Greinilegt er, að margir þingmenn, sem áður