Saga - 1976, Blaðsíða 164
156 SIGURÐUR RAGNARSSON
höfðu haft eindregna afstöðu í þessum efnum, voru nú
orðnir tvíbentir í afstöðu sinni svo ekki sé meira sagt. Þá
viðhorfsbreytingu, sem ótvírætt átti sér stað frá 1899 til
1901, er eðlilegast að skýra með hliðsjón af breyttum ytri
kringumstæðum. Á þinginu 1899 stóðu menn frammi fyrir
þeirri staðreynd, að talsvert fast var leitað eftir umráðum
yfir íslenzkum fossum erlendis frá, stórfyrirtæki virtust
hér í uppsiglingu, og sú hætta gat sýnzt yfirvofandi, að er-
lendir aðilar næðu einokunaraðstöðu varðandi nýtingu foss-
aflsins í framtíðinni. Þetta allt styrkti þá skoðun, að hér
þyrfti að stemma á að ósi og koma í veg fyrir óheilla-
þróun í þessum efnum. Á undangengnum tveimur árum
hafði sú hætta, sem menn þóttust sjá 1899, liðið hjá. Hin
stórfelldu framkvæmdaáform virtust úr sögunni og ekki
hafði verið um að ræða frekari ásælni erlendra aðila eftir
íslenzkum fossum og fallvötnum. Við þessar aðstæður voru
ýmsar helztu röksemdirnar fyrir frumvarpinu léttvægari
en verið hafði 1899, en þeir annmarkar og agnúar, sem
margir höfðu jafnan séð á lagasetningu af þessu tagi, urðu
mönnum ríkari í huga. Iielztu mótrakanna gegn frum-
vörpunum um takmörkun á rétti utanríkismanna til fast-
eignaráða hefur áður verið getið, og verða þau ekki tíunduð
hér. En í þessu hygg ég sé að leita helztu skýringarinnar
á því, hver afdrif stjórnarfrumVarpsins urðu á þinginu
1901.
U. Aödragandinn aö setningu fossalaganna 1907.
Ályktanir þær, sem dregnar voru í lok síðasta kafla,
um ástæðurnar fyrir afdrifum stjórnarfrumvarpsins um
takmarkanir á fasteignaráðum utanríkismanna hér á
landi, styðjast einnig við þá staðreynd, að mál þetta lá að
mestu í láginni hin næstu ár. Því var þó hreyft á þinginu
1905, er þingmennirnir Ágúst Flygenring, Jóhannes Jó-
hannesson og Jón Ólafsson fluttu þar frumvarp til laga