Saga - 1976, Síða 166
158
SIGURÐUK RAGNARSSON
Vel má túlka þau tvenn lög, sem drepið hefur verið á hér
að framan, sem merki um vaxandi skilning ráðamanna á
mikilvægi þess, að hið opinbera hefði umráð yfir vatns-
afli, sem e. t. v. væri unnt að virkja til almenningsþarfa
síðar.
Markviss afskipti ráðherra og alþingis af fossamálinu
hófust að nýju, þegar Hannes Hafstein lagði fyrir alþingi
1907 frumvarp til laga um „takmörkun á eignar og um-
ráðarétti á fossum, eignarnám á fossum o. fl.“21) Lög
þessi, sem jafnan gengu undir nafninu fossalögin, voru
að nokkru sniðin eftir frumvarpi stjórnarinnar frá 1901
um takmörkun á rétti utanríkismanna til fasteignaráða
almennt hér á landi. Sá meginmunur var þó á frumvarpi
Hannesar nú og frumvarpi stjórnarinnar frá 1901, að
ráðherra kaus að þessu sinni að skilja fossa frá öðrum
fasteignum og flytja frumvarp um þá sérstaklega. Lands-
stjórnin studdi þessa ráðabreytni sína þeim rökum, að
henni hefði „ekki þótt tiltækilegt að leggja fyrir þingið
frumvarp um takmörkun á rétti til fasteignaráða á Is-
landi almennt eins og gert var í lagafrumvarpi því, sem
lagt var fyrir alþingi 1901. Aftur á móti telur stjórnar-
ráðið það ráðlegt, þegar litið er til þess, hve mjög notkun
vatnsaflsins hefir færzt í vöxt á hinum síðari árum, að
hér á landi eins og í Noregi séu skorður reistar við fossa-
kaupum erlendra manna, þeirra er eingöngu horfa til
fjárgróða.”22)
Frumvarpið til fossalaga greindist í tvo hluta. Fyrri
hlutinn fjallaði um eignar- og umráðarétt á fossum, en
hinu síðari um eignarnám á fossum o. fl. Aðalgrein frum-
varpsins var fyrsta grein, en hún hljóðaði svo í frumvarp-
inu, eins og það kom frá hendi landsstjórnarinnar: „Engir
aðrir en þeir menn, sem heimilisfastir eru í Danaveldi
eða félög, er stjórn þeirra á þar aðsetur og stjórnarmenn
21) Alþingistíðindi 1907 A, bls, 424—427.
22) Alþingistíðindi 1907 A, bls. 427.