Saga - 1976, Page 169
FOSSAIÍAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
161
innar til fossalaga. Var blaðið þeirrar skoðunar, að frum-
varpið væri óaðgengilegt með öllu, eins og það kom frá
hendi stjórnarinnar, „því þar eru mjög lítilfjörlegar trygg-
ingar settar og vantar flest ákvæði sem vörn er í. Þar er
t. d. ekki neitt tiltekið um, hve mikill hluti veltufjár eigi
að vera í höndum landsmanna. Þar eru engin tímatak-
mörk sett. Þar er hvorki sveitinni né landinu áskilinn
neinn hluti af starísaflinu .... Þar er landinu enginn
kauparéttur áskilinn og því síður svo ákveðið, að það skuli
eiga fossana endurgjaldslaust eftir tiltekinn árafjölda."
Einnig gagnrýndi Ingólfur það ákvæði frumvarpsins, að
skilyrði mætti setja um notkun vatnsaflsins og krafðist
þess, að tekið yrði upp í lögin ákvæði um að skilyrði skyldu
sett og kveðið nánar á um, hvaða skilyrði um gæti verið
að ræða.
Hér voru settar fram kröfur einmitt um þau atriði, sem
mestar umræður höfðu orðið um erlendis, t. d. í Noregi, en
Noregur var einmitt það vatnsiðjuland, sem menn helzt
þekktu til. Er ekki annað að sjá, en þetta sé í fyrsta sinn,
sem kröfur í þessa átt komu fram í íslenzkum stjórnmála-
umræðum.
En þrátt fyrir mikilvægi þeirra atriða, sem getið var
hér að framan og þá áherzlu, sem Ingólfur lagði á þau
voru hér að mati blaðsins á ferðinni hrein aukaatriði í
samanburði við skilgreiningu frumvarpsins á því, hverjir
teldust „erlendir menn“ hér á landi. Eins og áður greindi
miðuðust takmarkanir frumvarpsins við fossakaup er-
lendra manna, og erlendir skv. ákvæðum frumvarpsins
voru þeir menn, sem ekki áttu heimilisfestu „í Danaveldi".
Þetta ákvæði sagði Ingólfur jafngilda „þjóðarmorði" og
kallaði frumvarp landstjórnarinnar „innlimunarlög“.
Ályktunarorð blaðsins voru þau, að frumvarpið myndi, ef
að lögum yrði í þeirri mynd, sem stjórnin lagði það fram,
í reynd gefa Dönum einkarétt á að kaupa fossa hér á
landi, annaðhvort upp á eigin spýtur eða þá sem umboðs-
menn annarra útlendinga, sem þá semdu við „stórabróð-