Saga - 1976, Side 172
164
SIGURÐUR RAGNARSSON
í Brattholti og drepi hendi við að selja fossa sína, ef stórfé
er í boði“. Frumvarp stjórnarinnar væri að vísu ærið
„danskt í anda“, en hollast myndi landi og lýð „að alþingi
hreinsaði sorann úr frumvarpinu og leiddi það svo í lög“.
Hinn 30. ágúst kom fram álit þingnefndar þeirrar, sem
kosin hafði verið til að fjalla um fossafrumvarp stjórnar-
innar.32) Var álit nefndarinnar samhljóða. Hún lýsti
óskoruðum stuðningi við þau markmið, sem frumvarpið
átti að þjóna og vikið var að í greinargerðinni með
frumvarpinu og ráðherra hafði áréttað í framsögu sinni
fyrir því. Hins vegar gerði nefndin ýmsar veigamiklar
breytingartillögur við tiltekin efnisatriði frumvarpsins,
auk þess sem hún vildi bæta nýjum ákvæðum inn í frum-
varpið. Breytingartillögur nefndarinnar leiddi af því
grundvallarsjónarmiði, sem ríkjandi var innan hennar,
varðandi það, hverjum skyldi heimilt að stunda atvinnu-
rekstur á íslenzkri grund. Sjónarmið nefndarinnar um
þetta atriði voru talsvert frábrugðin því, sem tekið var
mið af í frumvarpinu. 1 nefndarálitinu var m. a. komizt
svo að orði: ,,... en jafnframt skal það tekið fram, að er-
lendir menn í þessu sambandi, eins og yfirleitt að því er
snertir atvinnurekstur á Islandi og í landhelgi við Island,
verða að teljast allir aðrir en þeir einir, sem hafa löglegt
heimilisfang hér á landi án alls tillits til þjóðernis."
í samræmi við þessa grundvallarskoðun sína gerði nefnd-
in síðan þá breytingartillögu við frumvarpið, að einungis
þeir menn eða þau félög, er heimili ættu á Islandi, væru
undanþegin sérleyfisskyldu.
Af öðrum ákvæðum frumvarpsins, sem nefndin gat ekki
fellt sig við, má nefna það, að í frumvarpinu var gert ráð
fyrir því að mati nefndarinnar að sérleyfisveiting gilti
„um aldur og ævi“ og þyrfti ekki að vera neinum skil-
yrðum bundin. Því lagði nefndin til, að ný grein bættist
við frumvarpið og yrði 2. gr. þess. Skyldi grein þessi
32) Alþingistíðindi 1907 A, þskj. 460, bls. 1011—1012.