Saga - 1976, Side 174
166
SIGURÐUR RAGNARSSON
raktar, falli mjög í sama farveg og gagnrýni sú, sem
fram hafði komið í sumum blöðunum, einkum Ingólfi, og
áður var vitnað til. Ingólfur birti líka nefndarálitið í lieild
og lýsti velþóknun á starfi nefndarinnar.33) Sagði blaðið
nefndina hafa gert „mikilsverða réttarbót úr þjóðar-
morðsfrumvarpinu með viturlegum tillögum sínum.“
Lögrjetta lét málið kyrrt liggja að þessu sinni.
Málið kom aftur til meðferðar í neðri deild alþingis laug-
ardaginn 7. september. Formaður nefndarinnar, Guðlaug-
ur Guðmundsson, mælti þá fyrir áliti hennar. Fáir tóku til
máls, og umræður urðu ekki miklar um málið. Einhvern
kann að undra þetta, þar eð hér var á ferðinni mál, sem
að allra dómi var afar mikilvægt. Ástæðuna til þess, að
umræður um málið urðu ekki meiri en raun bar vitni, má
vafalaust rekja til þess, að tími þingsins var orðinn naum-
ur og almenn samstaða ríkti um hið endurbætta frum-
varp meðal þingmanna.
Hin kjörna þingnefnd hafði gefið sér góðan tíma til að
fjalla um málið. Sætti seinagangur þessi allharðri gagn-
rýni af hálfu Lárusar H. Bjarnason, þingm. Snæfellinga.
Taldi Lárus nefndina hafa teflt málinu í beinan voða með
seinagangi sínum, því að skammt væri nú til þingloka, en
þingleg meðferð málsins skammt á veg komin. Lárus lagði
þunga áherzlu á nauðsyn lagasetningar sem þeirrar, er
frumvarpið fæli í sér, og lýsti stuðningi við breytingartil-
lögur nefndarinnar.
Guðlaugur Guðmundsson, formaður nefndarinnar og
framsögumaður, varði nefndina fyrir gagnrýni Lárusar.
Hann kvað fossamálið það yfirgripsmikið og vandasamt,
að ekki hefði verið hægt að búast við áliti frá nefndinni
öllu fyrr. Þótt liðið væri á þingtímann, hefði álitið þó
komið fram það snemma, að það væri algerlega á valdi
þingsins sjálfs, hvort málið næði fram að ganga eða ekki.
Breytingar- og viðbótartillögur nefndarinnar voru
33) Ingólfur, 14. september 1907,