Saga - 1976, Blaðsíða 175
FOSSAIÍAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
167
meðal þeirra atriða, sem hvað mest voru rædd í umræð-
unum. Af öðrum atriðum, sem þingmenn viku nokkuð að
í umræðunum, má nefna hlutverk erlends fjármagns í
íslenzku atvinnulífi og eignar- og umráðaréttinn yfir foss-
um almennt.
Meginröksemd Guðlaugs Guðmundssonar fyrir breyt-
ingartillögu nefndarinnar á búsetuákvæðum frumvarpsins
var sú, að með þeirri skipan, er nefndin gerði ráð fyrir,
ætti að vera tryggt, að arðurinn af þeim fyrirtækjum, sem
menn gerðu sér vonir um, að upp mundu rísa við fossana,
mundi lenda hjá landsmönnum sjálfum. Guðlaugur taldi
ástæðulausan þann ótta, sem fram hefði komið, um að
hér væri stofnað til misréttis meðal þegna ríkisins, því að
áðurnefnt búsetuskilyrði yrðu allir að uppfylla, ekki ein-
göngu Danir og aðrir útlendir menn, heldur og Tslend-
ingar sjálfir. Ákvæðið útilokaði Tslendinga sjálfa, ef þeir
væru búsettir erlendis.
Þetta sjónarmið nefndarinnar hlaut í umræðunum
stuðning frá jafnt stjórnarsinnum sem stjórnarandstæð-
ingum, í neðri deild frá Lárusi H. Bjarnason og í efri
deild frá Valtý Guðmundssyni. Undir það var einnig tekið
úr röðum konungkjörinna þingmanna, þar sem var Björn
M. Ólsen, en hann mælti fast fram með samþykkt frum-
varpsins, eins og það kom frá nefndinni.
Það er athyglisvert, að Hannes Hafstein mælti ekki
beint á móti breytingartillögu nefndarinnar um búsetu-
ákvæðið, þó að hún færi í bága við skoðun hans sjálfs, eins
og hún birtist í upphaflegri gerð frumvarpsins. Er Ijóst,
að í þessu efni beygir hann sig fyrir þingviljanum og þeirri
gagnrýni, sem fram hafði komið, bæði innan þings og utan,
einnig frá flokksmönnum hans sjálfs.
Um hina aðalbreytingartillögu nefndarinnar, þ. e. um
skilyrði fyrir sérleyfisveitingu urðu nokkrar sviptingar.
1 framsöguræðu sinni fyrir nefndarálitinu gerði Guðlaug-
ur Guðmundsson það að meginatriði, að þetta væri sú leið,
sem flestar þjóðir aðrar færu til að tryggja hagsmuni