Saga - 1976, Page 176
168
SIGURÐUR RAGNARSSON
sína gagnvart útlendingum og erlendu fjármagni. Guð-
laugur viðurkenndi raunar, að deilur stæðu um endur-
hvarfsréttinn til ríkisins í Noregi, en að hans dómi riðu slík
ákvæði ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar, því að
hér væri ekki um eignarnám að ræða, heldur endurkaups-
rétt með sérstökum skilyrðum. Vitnaði hann máli sínu til
stuðnings í álit prófessors Torkel H. Aschehoug um þetta
atriði.34)
Skilyrði þau, sem nefndin vildi setja fyrir veitingu sér-
leyfis, hlutu yfirleitt almennan stuðning þeirra þing-
manna, er þátt tóku í umræðunum. Hannes Hafstein lýsti
þó andstöðu sinni við ákvæðið um endurhvarfsrétt til ríkis-
ins, en gerði ekki formlegan ágreining um málið. Hannes
byggði þessa afstöðu sína á því, að slíkt ákvæði væri hvorki
„réttlátt né praktískt", en kvað ekki upp úr með það, hvort
hann teldi ákvæði af þessu tagi fara í bága við stjórnar-
skrána. Enda þótt Hannes léti þannig skýrt og ótvírætt
í ljós andstöðu sína við endurhvarfsréttinn, virðist hann
ekki hafa viljað gera þetta að úrslitaatriði í málinu. Hann
bar ekki fram neina nýja breytingartillögu við frumvarpið,
heldur beindi þeim tilmælum til nefndarinnar og þing-
heims, að þetta ákvæði yrði fellt niður úr frumvarpinu.
Framsögumaður nefndarinnar svaraði tilmælum ráðherra
á þann veg, að nefndin væri alls ekki til viðræðu um
slíkt.
1 framsögu sinni vék Guðlaugur Guðmundsson talsvert
að spurningunni um hlutdeild erlends fjármagns í íslenzku
atvinnulífi. Um þetta atriði var hann þeirrar skoðunar, að
Islendingar ættu einungis um tvo kosti að velja, annað-
hvort að leyfa erlendu fjármagni að byggja út fossana
eða að láta þá ónotaða. Dró Guðlaugur enga dul á, að hann
34) T. H. Aschehoug (1822—1909) var þekktur norskur stjórn-
málamaður og lögfræðingur, um langt skeið prófessor í lög-
fræði og hagfræði við háskólann í Osló. Nánar um hann í
NBL, I. bindi, bls. 275—287.