Saga - 1976, Síða 177
FOSSAKAUP OC FRAMKVÆMDAÁFORM
169
aðhylltist fyrri leiðina. Skírskotaði hann í þessu sambandi
til þróunarinnar á alþjóðavettvangi, sem hann taldi hafa
sýnt ljóslega, að engri þjóð héldist uppi til lengdar að
meina öðrum nýtingu afllinda sinna og auðlinda, ef hún
notfærði sér þær ekki sjálf. „Búar og Kórea ... fóru of
langt í þessa stefnu ... (og) misstu sjálfstæði sitt aðallega
af því.“ Íslendingar yrðu að draga rétta lærdóma af slík-
um atburðum, en þeir væru að heimila bæri innflutning
erlends fjármagns, jafnframt því sem sett væru lög til
verndar þjóðlegum hagsmunum landsmanna. „Það er þessi
meðalvegur, sem allar þjóðir velja sem líkt er ástatt fyrir
og oss ...“. Noregur og norskar aðstæður voru helzta við-
miðun Guðlaugs Guðmundssonar í þessum bollaleggingum.
Hann vék m. a. að „panikk“-lögunum, sem kölluð voru,
og lagði áherzlu á, að þau fælu aðeins í sér „bráðabirgða-
fyrirkomulag", því að Norðmenn væru ekki komnir að
„endilegri niðurstöðu" í þessu efni og „afar margir“
óánægðir með þessi lög.35)
Aðrir ræðumenn í umræðunum fjölluðu ekki að marki
um þennan mikilvæga þátt málsins. Skoðanir Guðlaugs
Guðmundssonar í þessu efni fengu lítinn beinan stuðning,
en þær mættu heldur ekki mikilli andstöðu. Um frumvarpið
sjálft er það að segja, að það beindist alls ekki gegn virkj-
un íslenzkra fossa og í rökstuðningi stjórnarráðsins fyrir
frumvarpinu kom fram almennur stuðningur við fossa-
virkjanir. Sá þátttakandi í umræðunum, sem einna helzt
35) „Panikkloven". Sérstök löggjöf, sem samþykkt var á lokuðum
fundi í norska stórþinginu og staðfest 7. apríl 1906. Lög þessi
lögðu bann við því til bráðabirgða, að erlendir menn og erlend
hlutafélög gætu eignazt fossa í Noregi, meðan unnið væri að
mótun framtíðarstefnu í þessum málum. Stórþingið samþykkti
ný lög 12. júní 1906, þar sem kveðið var á um, að erlendir
borgarar og öll hlutafélög, erlend sem innlend, þyrftu að fá
sérleyfi til að mega eignast og hagnýta fossa. Þessi lög voru
einnig hugsuð aðeins til bráðabirgða, meðan unnið væri að
mótun framtíðarstefnu í þessum málum, en það var verkefni
Bredalnefndarinnar. Sjá Keilhau, bls. 109—114.