Saga - 1976, Blaðsíða 178
170
SICURÐUR RAGNARSSON
gæti talizt fulltrúi andstæðra sjónarmiða, var Lárus H.
Bjarnason. Lárus lagði á það megináherzlu í málflutn-
ingi sínum, að þegar atvinnurekstur hér á landi væri ann-
ars vegar, ættu Islendingar „um aðra fram rétt til að nota
sitt eigið land.“ í þessu fólst þó engan veginn, að Lárus
væri andvígur því að erlent fjármagn yrði fest í atvinnu-
rekstri hér á landi.
Það, sem virðist hafa verið flestum þátttakendum í um-
ræðunum efst í huga, var hvernig koma mætti í veg fyrir,
að útlendingar gætu klófest afllindir og auðlindir landsins.
Það var þetta vandamál, sem þeir fundu brenna á sér, og
krafðist úrlausnar. Ekki virtist eins aðkallandi að marka
ákveðna stefnu um nýtingu vatnsorkunnar.
Guðlaugur Guðmundsson vék h'tillega að spurningunni
um eignarréttinn að vatnsaflinu í framsögu sinni. Um það
atriði fórust honum m. a. svo orð: „Víða líta menn svo
á ... að allt vatnsafl ætti að vera eign hins opinbera, en
ekki eign einstakra manna. Sviss er það landið, sem lengst
hefur farið í þessari stefnu. Þar er því haldið fram, að
ríkið sé eigandi að öllu vatnsafli, en fylkin eigi aðeins
hlutdeild í því. Önnur lönd fara skemmra, en þó mikið
lengra en þetta frumvarp gerir.“ Ummæli þessi eru hvorki
sérlega skýr né ítarleg, en ekki verður annað af þeim ráðið
en að ræðumaður telji eignar- og umráðarétt landeiganda
yfir vatnsaflinu ótvíræðan, enda þótt hann sé reiðubúinn
að veita ríkisvaldinu víðtækan íhlutunarrétt í þessum
málum. Engir hinna ræðumannanna við umræðuna gerðu
þetta atriði að sérstöku umtalsefni. Sýnist ómaksins vert
að gefa þessu gaum með tilliti til þess sem síðar gerðist
þegar fossanefndin frá 1917 skilaði áliti sínu.36)
Neðri deild alþingis afgreiddi frumvarpið til fossalaga
með áorðnum breytingum til efri deildar hinn 9. september.
30) Nefndarálit meirihluta fossanefndarinnar, Rvík 1919.
Nefndarálit minnihluta fossanefndarinnar, Rvík 1919.
Fossanefndin (G. Eggerz).