Saga - 1976, Page 179
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAAFORM
171
Þar var meðferð málsins hraðað eftir föngum, og var
frumvarpið síðan afgreitt sem lög frá alþingi hinn 11.
september. Við lokaumræðu málsins í deildinni skoraði
Björn M. Ólsen, konungkjörinn þingmaður, á ráðherra að
hlutast til um að lögin yrðu staðfest með „corroboration“,
svo að þau gætu tekið gildi þegar í stað.37) Hannes Haf-
stein varð að vísu ekki við þessari beiðni, en sú staðreynd,
að slík ósk skyldi fram borin á alþingi, er til marks um,
að menn töldu málið afar mikilsvert og að mikið væri í
húfi. Fossalögin voru síðan borin upp fyrir konung í ríkis-
ráði og hlutu staðfestingu hans hinn 22. nóvember 1907.38)
6. Ályktunarorð.
Ýmsum kann að þykja sem fossalögin hafi svifið nokk-
uð í lausu lofti, og samband þeirra við raunveruleika ís-
lenzks þjóðlífs verið heldur bláþráðarkennt. Slíkt mat má
að vissu marki til sanns vegar færa. Hinu má þó ekki
gleyma, að landstjórn og alþingi höfðu að því leyti fastan
grundvöll undir fótum að á umliðnum árum höfðu aðilar
erlendis, bæði einstaklingar og a. m. k. eitt félag, keypt
eða fengið á leigu íslenzka fossa og fallvötn sumpart fyrir
milligöngu íslenzkra manna. Einnig var þeim, sem gerst
þekktu til, kunnugt um framvindu þessara mála víða er-
lendis, og menn höfðu haft spurnir af því, hvernig þarlend
stjórnvöld höfðu brugðizt við vandanum. Um þetta var
Noregur helzta dæmið, bæði til eftirbreytni og aðvörunar.
Ekki höfðu til þessa komið fram nein raunhæf eða fast-
mótuð áform eða áætlanir um virkjanir íslenzkra fall-
vatna og stóriðjurekstur, þannig að slíkt var ekki dag-
37) „Corroboration". Það, sem Björn M. Ólsen átti við, var, að
leitað yrði afbrigða varðandi staðfestingu konungs á lögum
þessum, þannig að þau yrðu staðfest tafarlaust og gætu tekið
gildi þegar í stað, en ekki beðið þinglausna og þess, að ráð-
herra sigldi á konungsfund með frumvörp alþingis til stað-
festingar.
38) Stjórnartíðindi 1907.