Saga - 1976, Page 180
172
SIGURÐUR RAGNARSSON
skrái-mál í íslenzkum stjórnmálum um þessar mundir. Sé
þetta haft í huga má e. t. v. segja, að sum ákvæði fossa-
laganna hafi verið óþörf, t. d. ákvæðin um skilyrði fyrir
veitingu sérleyfis. Hins vegar má einnig líta svo á, að þessi
ákvæði hafi verið til marks um nokkra framsýni þeirra,
er að samþykkt laganna stóðu, og þau hafi sýnt skilning á
því, að íslendingar myndu ekki til lengdar geta vikizt
undan því að marka sér stefnu í þeim málum, er nú
brunnu hvað heitast á sumum nágranna- og frændþjóðum
okkar. Má vera að ýmsir hafi hugsað sem svo, að ekki væri
ráð nema í tíma tekið.
Tilgangur Hannesar Hafstein með frumvarpsflutningi
sínum virðist skýr og ótvíræður. Um hitt mætti e. t. v.
spyrja, hvers vegna frumvarpið var flutt einmitt nú? Að
nokkru er skýringarinnar eflaust að leita í sumum þeim
atriðum, sem rakin voru hér að framan, en nærtækt er
að álykta, að Lárus H. Bjarnason, mágur Hannesar og
náinn samherji, kunni að hafa beitt sér fyrir því, að
Hannes flutti frumvarpið einmitt á þessu þingi. Lárus
dvaldist í Kristianíu veturinn 1906—1907.39) Einmitt
þessi misserin var að hefjast hin mikla umræðu- og
átakalota um fossa- og sérleyfismálin þar í landi. Gat
naumast hjá því farið, að pólitísk orrahríð á borð við
þessa vekti óskipta athygli íslenzks stjórnmálamanns, sem
vitni varð að henni, og vekti hann til umhugsunar um
stöðu og framtíð Islands í þessum efnum. Meðan Lárus
dvaldist í Kristianíu, hafði hann einnig öðlazt vitneskju
um tilraunir Einars Benediktssonar skálds og þáverandi
sýslumanns Rangæinga til að vekja áhuga norskra fjár-
málamanna á virkjun íslenzkra fallvatna, en Einar hafði
alllanga viðdvöl í borginni þeirra ei'inda þá um vetur-
inn.40) 1 umræðunum um fossalögin á alþingi upplýsti
30) Alþing’istíðindi 1907 B, dálkur 1782.
40) Alþingistíðindi 1907 B, d. 1782, Lögrjetta 4. sept. 1907 og
Einar Benediktsson: Laust mál, bls. 636.