Saga - 1976, Síða 181
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
173
Lárus —■ án þess þó að nefna nokkurn með nafni — að ís-
lenzkur fossabraskari, þ. e. Einar Benediktsson, hefði mót-
tekið 6—8 þús. kr. frá hæstaréttarlögmanni nokkrum í
Kristianíu gegn því að tryggja honum umráð yfir vatns-
réttindum á Islandi og þá sérstaklega í Árnes- og Rangár-
vallasýslum. Við umræðurnar fordæmdi Lárus harðlega
,,leppmennsku“ og „spekulatiónir“ af þessu tagi. Það, sem
hér hefur verið rakið, rennir frekari stoðum undir, að hann
hafi beitt áhrifum sínum við ráðherra um að flytja frum-
varp á borð við fossalagafrumvarpið. Minna máli skiptir
í þessu sambandi, að Lárus var ekki sammála öllum ákvæð-
um frumvarpsins, eins og það kom frá hendi ráðherra, og
studdi breytingartillögur nefndarinnar.
Fossalögin má einnig skoða í öðru samhengi. Það má
líta á þau sem þátt í því umfangsmikla löggjafarstarfi,
sem unnið var undir forustu Hannesar Hafstein á fyrra
valdatímabili hans (1904—1909). Hannes lagði rúmlega
100 lagafrumvörp fyrir alþingi 1905, 1907 og 1909.41)
Sum þessara frumvarpa fólu í sér endurskoðun á gildandi
lögum, en í mörgum tilvikum var um að ræða alger ný-
rnæli í íslenzkri löggjöf. Voru þessi ár ótvírætt merkt lög-
gjafartímabil í íslenzkri sögu.
í framhaldi af þessu má leiða hugann að annarri spurn-
ingu. Hvernig stóð á því, að frumvarpið til fossalaga fékk
þann búning frá hendi stjórnarinnar sem raun bar vitni?
Hannes Hafstein svaraði þessu að nokkru leyti í umræð-
unum um málið, þegar hann undirstrikaði, að frumvarpið
væri samið með hliðsjón af frumvarpi stjórnarinnar frá
1901. Hann lagði einnig á það áherzlu í þessum sömu um-
i’seðum, að hann væri andvígur „kínverskum útilokunum“.
Var það helzta ástæðan til þess, að lögin áttu einungis að
taka til fossa, en ekki fasteigna almennt.
Það atriði frumvarpsins, sem mestum úlfaþyt olli, var
41) Kristján Albertsson: Hannes Hafstein. Ævisaga II. 2, bls.
21—22.