Saga - 1976, Page 182
174
SIGURÐUR RAGNARSSON
tvímælalaust ákvæðið um, að einstaklingar og félög, sem
hefðu heimilisfang „í Danaveldi", skyldu vera undanþegin
sérleyfisskyldu. Þetta var í fullu samræmi við ákvæði
frumvarpanna frá 1899 og 1901. Það þarf því ekki að vera,
að neitt sérstakt hafi búið undir því af hálfu Hannesar
Hafstein að þessi ákvæði voru tekin óbreytt upp í hið nýja
frumvarp hans. Á hinn bóginn virðist nokkuð freistandi
að skoða þetta ákvæði í Ijósi þess, hver almenn afstaða
Hannesar var til samstarfs Islendinga og Dana og til
danska ríkisins yfirleitt. Hannes Hafstein hafði í stjórn-
málastarfi sínu lagt allt kapp á að bæta samskipti Islands
og Danmerkur, og hann hafði sett sér það mark að koma
á viðræðum milli landanna, sem miða áttu að því að ná
samningum um viðurkenningu á sjálfstæði fslands í sam-
bandi við Danmörku. Hann var reiðubúinn til að gefa upp
á bátinn sum fyrri grundvallarsjónarmið fslendinga í
sjálfstæðisbaráttunni og gat einnig hugsað sér að láta
tilvísanir til fornra laga og sáttmála liggja á milli hluta,
ef Danir reyndust fúsir til að viðurkenna í reynd sjálf-
stæða þjóðartilveru íslendinga. Þegar hér var komið sögu,
hafði Hannes fengið ákveðin fyrirheit frá konungi og
dönskum stjórnvöldum um slíkar samningaviðræður, og
hann var staðráðinn í að nota þetta tækifæri til hins
ítrasta.42) Ef til vill má að nokkru skýra ákvæði fossa-
lagafrumvarpsins út frá þessum aðstæðum. Eins og allt
var í pottinn búið, hlaut Hannesi að vera mikið í mun að
spilla ekki því jákvæða andrúmslofti, sem skapazt hafði í
samskiptum íslands og Danmerkur með þingmanna-
förinni til Danmerkur 1906 og heimsókn konungs og ríkis-
þingmanna til íslands um sumarið 1907. Það ákvæði fossa-
lagafrumvarpsins, að einstaklingar og félög, sem heimilis-
festu hefðu í Danaveldi, væru undanþegin sérleyfisskyldu
kann því af Hannesar hálfu að hafa verið lítið lóð á meta-
42) Kristján Albertsson. Hannes Hafstein. Ævisaga II. 1., bls. 122
og 142—143.