Saga - 1976, Síða 183
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 175
skálar bættrar og batnandi samvinnu við Dani. Ákvæðið
hlaut undir öllum kringumstæðum að vera ráðandi öflum
í Danmörku þóknanlegt, jafnvel þótt það hefði e. t. v.
ekki haft mikla þýðingu í raun.
Að því var vikið hér að framan, að landvarnarmenn, og
þá einkum málgagn þeirra Ingólfur, voru hörðustu gagn-
rýnendur fossalagafrumvarps Hannesar Hafstein. Þeir
töldu frumvarpinu mjög ábótavant í mörgum einstökum
atriðum, sem þeir vöktu athygli á. Þessi efnislega gagn-
rýni á frumvarpinu var þó ekkert aðalatriði í málflutn-
ingi þeirra landvarnarmanna, heldur hitt, að í ákvæðum
frumvarpsins töldu þeir felast tilraun af hálfu Hannesar
Hafstein til að lögfesta eins konar innlimun Islands í
danska alríkið. Frumvarpið var í þeirra augum nánast
staðfesting á því, að mat þeirra á stefnu Hannesar Haf-
stein í sjálfstæðismálinu væri rétt. Þetta var sjálf þunga-
miðjan í gagnrýni þeirra á fossalagafrumvarpinu. Skrif
ísafoldar um málið voru í fullu samræmi við þá hvössu
gagnrýni, sem blaðið hélt uppi á margar helztu stjórnar-
athafnir Hannesar Hafstein, og umfjöllun ÞjóÖólfs undir-
strikaði stirðnandi sambúð ritstjóra þess blaðs, Hannesar
Þorsteinssonar, við flokk sinn og ráðherrann.
Svo fór þó, að full samstaða varð að lokum á alþingi
um efni fossalaganna. Þetta er athyglisvert, því að hér var
um að ræða talsvert eldfimt mál í pólitískum skilningi, en
flokkadeilur einmitt óvenju hatrammar þessi árin. Nær-
tækustu skýringarinnar á þeirri miklu samstöðu, sem tókst
á alþingi um fossalögin, er að leita í því, að þingheimur
virðist hafa litið á lagasetningu þessa sem síðbúna varnar-
aðgerð til verndar þjóðlegum grundvallarhagsmunum, sem
nú væri ógnað af erlendum bröskurum. 1 pólitísku and-
i'úmslofti sjálfstæðisbaráttunnar hlaut lagasetning, sem
niiðaði að slíku, að höfða beint til þjóðerniskenndar og
sj álfstæðisvitundar allra íslenzkra stjórnmálamanna.
Vert er að benda á, að á þessum tíma voru engir þeir
hagsmunahópar til staðar í landinu, sem töldu hagsmunum