Saga - 1976, Page 184
176
SIGURÐUR RAGNARSSON
sínum ógnað með setningu fossalaganna, og því var ekki
um að ræða neina baráttu slíkra aðila gegn lögunum. Þó
má í þessu sambandi veita athygli blaðagrein einni, sem
birtist eftir að lögin höfðu verið samþykkt á alþingi.
Greinin birtist í Ingólfi, og var höfundur hennar Guð-
mundur J. Hlíðdal verkfræðingur.43) Hann var nýbúinn
að ljúka prófi í rafmagnsverkfræði í Þýzkalandi og beitti
sér nú í fyrsta — en langt frá síðasta — sinn í umræðum
um fossamálið. í upphafi greinar sinnar vék Guðmundur
að þróun rafmagnsfræðinnar og sívaxandi gildi vatnsafls-
virkjana til raforkuframleiðslu í þágu iðnaðar. Þá fjall-
aði hann nokkuð um hlut Noregs í þessum efnum, en vék
síðan máli sínu að íslenzkum aðstæðum. Hann taldi stöðu
Islands einkum mótast af því, að landið hefði „á síðustu
árum ... færzt inn í umheiminn og samtengzt honum, og
er það mikið að þakka auknum samgöngum, ekki sízt rit-
símasambandinu . .. Augu útlendinga hafa nú opnazt fyrir
landinu og fjársjóðum þess . .. M. a. eru það fossarnir,
sem í framtíðinni gætu orðið landinu til mikils gagns .. .
Skyldu því eigendur þeirra varast að selja þá fyrir lítið
verð, einkum í hendur útlendingum." Guðmundur ræddi
síðan möguleika Islendinga sjálfra á sviði vatnorkustór-
iðju og komst að þeirri niðurstöðu, að starfræksla Is-
lendinga sjálfra á slíkum fyrirtækjum væri „hreinn
ómöguleikur nú sem stendur og virðast heldur engar líkur
til að svo verði nokkurn tíma, ef vér lofum ekki öðrum
að byrja.“ Þessa niðurstöðu sína studdi hann þeim rökum,
að Islendinga skorti allt, sem þyrfti til rafvæðingar og
iðnvæðingar. „Okkur vantar fyrst og fremst peningana,
en þeir eru afl þess, sem gera skal. Oss vantar þekkinguna,
en hún er lífið í framkvæmdunum; hér eru hvorki til
menn, sem gætu stjórnað iðnaðarfyrirtækjum, né heldur
verkalýður, sem nokkuð kynni til ýmiskonar verksmiðju-
iðnaðar. Oss vantar greiðar og góðar samgöngur ...“.
43) Ingólfur, 15. september 1907.