Saga - 1976, Page 185
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
177
Eina færa leiðin að dómi Guðmundar Hlíðdal var að
lofa útlendingum að ríða á vaðið og virkja hér fossa og
reisa iðjuver. Þá mundi Islendingum fljótlega lærast iðn-
aðurinn, og land og þjóð þar að auki hafa mikinn óbeinan
hagnað af slíkri þróun. Hins vegar lagði Guðmundur á það
þunga áherzlu, að menn skyldu varast að selja útlending-
um fossa skilyrðislaust og fyrir smánarverð, því að slíkt
gæti leitt til þess, að fossarnir yrðu látnir standa ónotaðir
um aldur og ævi til að bægja burt samkeppni.
1 niðurlagi greinarinnar var vikið að fossalögunum,
sem efalaust hafa verið helzta tilefni þess, að greinin var
samin. Guðmundur lýsti sig í meginatriðum hlynntan laga-
setningu á borð við fossalögin, en honum virtist „eigi ...
hyggilegt að setja hér jafnströng skilyrði eins og þar, sem
iðnaðurinn er kominn á hátt stig og miklu betur hagar
til hvað alla afstöðu snertir. Er mjög hætt við, að það
verði til þess að engir verði til þess að nota fossana og
kenna oss iðnaðinn ...“.
Það er fróðlegt að bera saman viðhorf Guðmundar Hlíð-
dal í grein þeirri, sem sér hefur verið vitnað til, og svo
þau viðhorf, sem almennt voru ríkjandi meðal íslenzkra
stjórnmálamanna og mótuðu umræðurnar á alþingi. Verk-
fræðingurinn Guðmundur Hlíðdal beindi athygli sinni
einkum að tæknilegum og fjárhagslegum þáttum málsins,
og honum voru ljósir þeir annmarkar, sem á því voru að
reisa hér orku- og iðjuver. Fyrir honuni var það aðal-
atriði, að stjórnvöld byggju í haginn fyrir slíka þróun
eða legðu a. m. k. ekki stein í götu hennar. Hins vegar f jall-
aði hann ekki um málið í víðara pólitísku samhengi.
Stjórnmálamennirnir litu málið allt öðrum augum. Fyrir
þeim voru hinir pólitísku og þjóðernislegu þættir málsins
mikilvægastir. Þeir nálguðust það yfirleitt á fræðilegan
hátt og tóku einkum mið af formlegum lagaákvæðum og
þeim túlkunarmöguleikum, sem þau buðu upp á. Hvað
framtíðina áhrærir, voru hugmyndir þeirra oft mjög laus-
tengdar íslenzkum þjóðfélagsveruleika og einkenndust