Saga - 1976, Page 186
178
SIGURÐUR RACNARSSON
gjarna af draumsýnum um glæsta framtíð, sem biði lands
og þjóðar, þegar afllindir landsins hefðu verið beizlaðar.
Fossalögin voru til frekari umfjöllunar í blöðum eftir
að alþingi hafði verið slitið. Lögrétta birti ítarlegan út-
drátt úr þeim.44) Gísli Sveinsson, cand. juris, gerði þau
einnig að umtalsefni í grein um stjórnmálaviðhorfið að
þingi loknu, sem hann ritaði í Ingólf.45) Gísli lýsti þar
þeirri skoðun sinni, að lögin hefðu hlotið viðunandi mynd.
Þakkaði hann það þrýstingi almenningsálitsins og skeleggri
afstöðu einstakra þingmanna, sem hefði tryggt framgang
málsins í þessu formi. Er greinilegt, að hann hefur ekki
gert sér neinar grillur um háleitan tilgang Hannesar Haf-
stein með flutningi frumvarpsins til fossalaga.
Þjóðólfur tók fossamálin öll til ítarlegrar umfjöllunar
í grein, sem birtist í tveimur tölublöðum blaðsins.40) Bar
greinin yfirskriftina Island fyrir Islendinga. I upphafi
greinarinnar ræddi almennt um þá tilhneigingu, sem vart
hefði orðið hin síðari ár, að utanríkismenn seildust til að
kaupa hér fasteignir. Taldi blaðið þessa þróun óheppilega
og hvatti menn til að vera á varðbergi í þessum efnum,
jafnframt því sem stjórnvöld voru eggjuð til aðgerða í
málinu. Þá var fossalögunum fagnað sem fyrsta skrefi á
réttri braut, en lýst þeirri skoðun, að full þörf væri á laga-
setningu, sem legði bann við því að útlendingar ættu hér
fasteignir. Greinarhöfundur tók síðan fossalögin í heild
upp í grein sinni með sýnilegri velþóknum. Þá sagði hann
m. a.: „Það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum,
þá er útlendingar eiga í hlut, að selja þeim aldrei hvorki
fossa, veiðirétt eða aðrar landsnytjar, heldur leigja þær
aðeins ... Menn verða og að gjalda varhuga við innlendum
leppum, sem ætla má að séu aðeins umboðsmenn útlend-
inga, og láta þá ekki gabba sig til að láta af hendi fyrir
4Í) Lögrjetta, 21. september 1907.
4G) Ingólfur, 22. september 1907.
4ö) Þjóðólfur 17. og 18. október 1907.