Saga - 1976, Page 187
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
179
fullt og allt dýrmætar landsnytjar.“ 1 greininni í Þjóðólfi
var lögð áherzla á, að með fossalögunum væri alls ekki
stefnt að því að koma í veg fyrir að fossaaflið yrði notað
af erlendum félögum til að reka iðnaðarfyrirtæki, enda
væri óhugsanlegt að bægja öllu erlendu fé frá landinu. „Að-
alatriðið er að gæta þess, að yfirráð fjárins séu í vorum
höndum, að arðurinn lendi að miklu leyti í landinu sjálfu
og að landsbúar þurfi aldrei að sæta afarkostum af hálfu
útlendinganna eða verða á þeirra valdi.“ Markmið þeirrar
löggjafar, sem hér þyrfti að setja, ætti að vera að koma
í veg fyrir, að hér gæti skapazt erlent einokunarvald í
nokkurri grein, en hún ætti ekki að hlaða kínverskan múr
um landið á þann hátt, að útlendingar gætu ekki ráðizt hér
í framfaravænleg fyrirtæki, er gætu orðið til að efla vel-
megun þjóðarinnar. „En vér megum ekki láta útlending-
ana ná þeim fangtökum á oss, að vér hljótum að verða
undirlægjur þeirra. Vér verðum alls staðar og ávallt að
hafa undirtökin.“ Taldi blaðið hreinustu furðu, hvernig
það hefði slampazt af hingað til, að fossarnir skyldu ekki
komnir í hendur útlendinga meira en orðið væri, en þakk-
aði það því, að eftirspurnin hefði til þessa ekki verið til-
takanlega mikil, þótt nú væri að verða breyting á.
III. Eftirmáli um reynsluna af fossalögunum.
Ljóst er af framansögðu, að almennt voru bundnar mikl-
ar vonir við fossalögin. Menn virðast yfirleitt hafa trúað
því, að í þeim fælist viðhlítandi trygging íslenzkra hags-
muna í fossamálinu. Dómur okkar um það, hvort vonir
manna í þessum efnum rættust eða brugðust, hlýtur að
byggjast á því, hvernig við metum þá þróun, sem átti sér
stað næstu árin, að því er varðaði eignar- og umráðaréttinn
yfir íslenzkum fossum og fallvötnum. Þegar við skoðum
reikningana, eins og þeir voru gerðir upp árin 1917—1919,
kemur í ljós, að þá var staðan í þessum efnum orðin slík
að maður fær vart varizt þeirri hugsun að annaðhvort hafi