Saga - 1976, Síða 188
180
SIGURÐUR RAGNARSSON
íslenzkir stjórnmálamenn talað mót betri vitund 1907 eða
þá að þeir hafi verið óafsakanlega glámskyggnir varðandi
gagnsemi og gildi fossalaganna. Þróunin þennan rúma
áratug, 1907—1919, einkenndist nefnilega af því, að ýms-
um fossahlutafélögum tókst innan ramma fossalaganna
að komast yfir meginhluta stærstu og beztu fossa og fall-
vatna landsins, ýmist með kaupum eða leigu. Fossahluta-
félög þessi höguðu samþykktum sínum og skipulagi á
þann veg, að þau töldust íslenzk félög samkvæmt ákvæðum
fossalaganna. Þau áttu heimili, skrifstofu og varnarþing
hér á landi, og meirihluti stjórnarmanna í félögum þess-
um var búsettur í landinu. En þegar betur er að gætt,
kemur í ljós, að fossahlutafélög þessi voru í raun erlend,
því að flestir hluthafar í þeim voru útlendingar, og þessir
útlendingar áttu meginhluta hlutafjárins.
Því mun óhætt að fullyrða, að þær vonir, sem þjóðhollir
Islendingar gerðu sér um, að fossalögin yrðu viðhlítandi
vörn gegn því að íslenzkir fossar og fallvötn kæmust í
hendur útlendinga eða yrðu braski að bráð, brugðust
hrapallega. Þeim mun undarlegra er, að mönnum skyldi
ekki frá upphafi vera ljóst að lögin, í þeirri mynd sem
þau voru samþykkt, þjónuðu lítt tilgangi sínum. Þau urðu
aftur á móti í reynd eins konar værðarvoð fyrir almenn-
ing og yfirvöld, sem uggðu lítt að sér. Það var aðeins einn
þingmaður, Björn M. Ólsen, sem tæpti á því við afgreiðslu
fossalaganna, að ef til vill væri þar ekki nógu tryggilega
um hnúta búið, en athugasemdir hans fengu engan hljóm-
grunn í það skiptið.
Þessi saga verður ekki frekar rakin hér, en til þess
gefst væntanlega tóm í framhaldi þessarar ritgerðar, sem
birt verður í næsta bindi SÖGU.