Saga - 1976, Qupperneq 192
184
BERGSTEINN JÓNSSON
Nú líða ein sjö ár, og höfum við Bergur báðir talið víst,
að lokið hefði hlutverki punkta hans jafnskjótt og Gísli
hafði notað þá. En sumarið 1975 kemur til mín ungur
sagnfræðistúdent, Jóhannes Þorsteinsson, með B.A.-prófs-
ritgerð sína: ,,Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur 1917—
1922“. Hann hafði undir höndum gerðabók félagsins, en
þar er í nokkrum fundargerðum fjallað um sömu mál og
Bergur hafði munnlega fræðzt um hjá Hallbirni Halldórs-
syni og Ólafi Friðrikssyni.
Þegar ég las fundargerðir Jafnaðarmanna, flaug mér í
hug, að hér byðist kjörið dæmi þess, hver munur getur
orðið á atburðum eftir því hvort við er stuðzt frásögn
„sjónarvotta" löngu eftir að allt er um garð gengið eða
samtíma skýrslui-. Hér ber þess og að gæta, að allir eru
þeir sér þess meðvitandi, Bergur, Hallbjörn og Ólafur, að
þeir eru að fjalla um stórmerka og landssögulega atburði.
Hins vegar virðist ritari fundargerðanna, Hendrik Ottós-
son, hafa staðið báðum fótum í samtíð sinni, þegar um
Islendinga. Það varð því að ráði, er forsætisráðherra kom heim
[Komudagur 6.12.], að hann sneri sér til Jóns Baldvinssonar til þess
að fá iiðsinni Alþýðuflokksins, ef breyta mætti afstöðu danskra
flokksbræðra. Jón Baldvinsson hélt fund með helztu mönnum flokks-
ins, svo sem Ólafi Friðrikssyni, Hallbirni Halldórssyni prentara,
Pétri G. Guðmundssyni og einhverjum fleirum, og var þar ákveðið að
senda Ólaf Friðriksson utan . .. Ólafur ... þakkaði Borgbjerg fyrst
og fremst úrslit málsins. Taldi hann þetta hafa ráðið miklu um, að
samninganefndin komst á laggirnar. Ólafur átti viðtöl við Dagens
Ekko og Socialdemokraten, og skýrir Dagsbrún 3. júní frá efni við-
talsins við hið síðarnefnda. Hann hafi lýst þar yfir skýrt og skorin-
ort, að sambandsdeilur allar vildum við forðast, en fánamálið væri
hjartans mál öllum íslendingum og það svo mjög, að flestir mundu
heldur æskja skilnaðar en þola synjun um fánann. Fengist fáninn,
hét hann, að íslendingar mundu bíða þess rólegir, að sá mikli dagur
rynni upp, að Island gæti gengið sem sérstakt ríki inn í Bandaríki
Norðurlanda. Blaðið styður og ver þessa afstöðu Ólafs og mótmælir
þeim getsökum Vísis, að [ísl.] stjórnin stæði á einhvern hátt á bak
við förina. Ólafur hafi einvörðungu farið í erindum Alþýðuflokksins
og að hans hvötum.“