Saga - 1976, Page 193
ALÞÝÐUFLOKKURINN OG ÍSLENZKIR JAFNAÐARMENN 185
þessi mál var fjallað, hvað sem liðið hefur glæstum draum-
sýnum hans og hugsjónum.
Að svo stöddu hef ég ekki fleira um þetta að segja, en
gef Bergi Pálssyni orðið.
„Hallbjöm Halldórsson yfirprentari var svo sem kunn-
ugt er einn af elztu og kunnustu alþýðuflokksmönnum hér á
landi. Hann var þar lengi í forystusveit og ritstjóri Alþýðu-
blaðsins um skeið. Hallbjörn var vitmaður og grandvar.
Eitt sinn, sennilega um 1950, heyrði ég hann greina frá
eftirfarandi atburðum.
Síðla árs 1917 var Hallbjörn boðaður á fund af Jóni
Baldvinssyni til skrafs og ráðagerða. Auk þeirra voru þar
mættir Ólafur Friðriksson, Pétur G. Guðmundsson og ef
til vill einn eða tveir í viðbót, sem ég man ekki hverjir
voru. Jón sagði nú frá því, að á fund hans hefði komið
nafni hans Magnússon, forsætisráðherra, þá nýkominn frá
Kaupmannahöfn, og hefði Zahle forsætisráðherra tjáð hon-
um, að nú væri ef til vill byr og möguleiki á að sigla sam-
bandsmálinu í höfn. Zahle kvað þó fyrirstöðu socialdemo-
krata um stuðning og fóru því forsætisráðherrarnir þess á
leit, að íslenzkir alþýðuflokksmenn beittu áhrifum sínum
og næðu þannig þeim stuðningi hjá skoðanabræðrum sín-
um í Danmörku, sem vantaði til framgangs málsins. Fund-
urinn ákvað að sjálfsögðu að veita Jóni Magnússyni já-
kvætt svar, og var Ólafur Friðriksson til þess kjörinn að
fara hið bráðasta til Kaupmannahafnar. Hann var þar
öllum hnútum kunnugastur og hafði um árabil starfað
nokkuð í danska Socialdemokrataflokknum.
Nokkrum dögum eftir að Hallbjörn hafði sagt mér þetta
hitti ég Ólaf á kaffihúsi hans hér í Reykjavík og bað hann
að segja mér ferðasöguna til Kaupmannahafnar 1917.
Sagði hann mér söguna í stórum dráttum, bar ört á og tal-
aði af sinni alkunnu mælsku.
Tveim dögum eftir komuna út náði hann tali af Staun-
ing. Kom hann á heimili hans snemma morguns og hafði
karl naumast lokið við að klæða sig. Hann var súldarlegur,