Saga - 1976, Page 194
186
BERGSTEINN JONSSON
viðskotaillur og veitti algjört afsvar um stuðning. Ólafur
eigraði nú dapur og vonsvikinn um götur borgarinnar og
hugsaði sitt ráð. Heim til Islands varð ekki snúið. Um
kvöldið hafði hann tekið ákvörðun sína. Á dvalarárum sín-
um í Kaupmannahöfn kvaðst hann aldrei hafa gert sér
far um að kynnast forystumönnum socialdemokrata, en
nú ætlaði hann sér að nota þekkingu sína á flokks- og fag-
félögunum. Hann tók því að semja fyrirlestra, sem hann
hugðist flytja í þessum félögum, fá ályktanir samþykkt-
ar og vinna málið þannig upp í flokknum. Einn var þó sá
maður, sem hann fyrst vildi ná tali af, en það var Borg-
bjerg. Hann var þá ekki staddur í borginni, en kom fáum
dögum síðar. Ólafur fékk strax áheyrn og gekk nú inn á
ritstjórnarskrifstofu þessa mæta manns og góða Islands-
vinar. Borgbjerg hlustaði þögull á, en Ólafur talaði
sig upp í hita, og er hann sagði frá fyrirætlunum sínum,
ef flokksforystan brygðist, reis Borgbj erg á fætur og sagði:
„Gefið mér vikufrest, og ég skal sjá hverju ég fæ áorkað.“
Að þessum fresti liðnum sagði hann svo Ólafi, að sam-
þykkt við málaleitan hans lægi nú fyrir í flokknum, og
hefði Zahle þegar verið tilkynnt um hana. Ekki man ég
nú frásögn Ólafs af bjástri hans þessa viku, og nefndi
hann þó ýmsa, er hann talaði við, en eitt er víst, að hann
þakkaði Borgbjerg úrslit málsins. (Hér er sennilega fengin
skýring á setu Borgbjergs í samninganefndinni. Geta má
og þess, að kona hans var af íslenzkri ætt, Staðarfellsætt).
Ég spurði Ólaf: „Telur þú árangur ferðar þinnar hafa
orðið þann, að samninganefndin komst á laggirnar?“
Svaraði hann spurningunni hiklaust játandi.
Skömmu síðar sagði ég Hallbirni þessa ferðasögu Ólafs,
og sagðist hann ekki efa sannleiksgildi hennar.
Skrifað eftir minni 27/7 1968
Bergur Pálsson."
Þessum línum Bergs fylgdi svolátandi yfirlýsing frá
Kristínu, ekkju Hallbjarnar: