Saga - 1976, Page 195
ALÞÝÐUFLOKKURINN OG ÍSLENZKIR JAFNAÐARMENN 187
„Eg hef heyrt Hallbjörn Halldórsson segja frá því sem
hr. Bergur Pálsson hefur eftir honum og tel hann fara
rétt með það. Hallbirni þótti mjög gott að jafnaðarmenn
áttu svo mikinn þátt í því máli. Hitt þótti okkur sennilegt
að þeim yrði ekki gefin dýrðin síðar meir.
Kristín Guðmundardóttir."1)
Þá víkur sögunni að Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur
og gerðabók þess. Virðist þessi mál fyrst bera þar á góma
á áttunda fundi félagsins, höldnum sunnudaginn 10.
febrúar 1918 „kl. 4 á venjulegum stað.“
Málshefjandi var formaður félagsins, Pétur G. Guð-
mundsson, og er umræðunum lýst með orðum fundarrit-
ara, Hendriks J. Siemsens Ottóssonar.
„Hann [Pétur] kvað Islendinga hafa haft ýmist ógagn af
sambandinu við Dani núna, meðan ófriðurinn stendur yfir.
Þessu hefði mátt bjarga, ef vér hefðum haft sérstakan
fána. Nú væri fánadeilan risin upp aftur og bæri Jafnaðar-
mönnum að taka afstöðu til hennar sem allra fyrst, því
illt væri, að svo stór flokkur sæti aðgerðarlítill hjá. Hann
gat þess, að 1908, þegar Sambandsmálið var til umræðu,
hefðu danskir Jafnaðarmenn átt einn fulltrúa í Milli-
landanefndinni, Knudsen að nafni. Þessi maður hefði snúið
sér til hans (þ.e. P. G. Guðm.) sem þá gaf út Alþýðublaðið,
og spurt hann um vilja ísl. jafnaðarmanna. Þá var hér eng-
inn slíkur flokkur til, svo hann sá sér ekki fært að svara
neinu. Nú mætti búast við því, að skoðanabræður okkar
ytra myndu taka tillit til álits okkar í fánamálinu, og væri
það því allillt, ef vér hefðim hana enga, svo varlegra væri
að vera viðbúnir og ættim vér því að taka málið til alvar-
legrar íhugunar.
Jón Thoroddsen: Kvað oss nauðsyn að ræða þetta mál
og taka afstöðu í því, en færim vér af stað, ættim vér að
beita öllum áhrifum vorum, því ekki myndim vér á því
0 Kristín dó 23. júlí 1976.