Saga - 1976, Page 198
190
BERGSTEINN JÓNSSON
Danmerkur. Skilnað viljum vér síður að svo komnu
máli, en þó dylst oss eigi, að fremur verðum vér að
taka þann kost en renna frá málinu. Teljum vér og
skaða mikinn, hversu lítt viðbúið Alþingi tók málið
upp, en hvárki voru líkur til framgangs þess né vér
undir skilnað búnir að öðrum kosti. Hyggjum vér
meiri fyrirhyggju muni þurfa, svo að sigurvon sé.
Af þessu mun mega sjá, hvað vér viljum að Alþýðu-
flokkurinn geri í fánamálinu. Vér viljum, að hann
geri sitt ítrasta til að greiða fyrir framgangi málsins.
Og komum vér þá að viðfangsefninu: Hvernig verður
það bezt gert?
Tvær hættur vofa yfir málinu. Önnur er hin inn-
lenda og stafar frá þeim mönnum, er eigi hafa þrek
eða kjark til að halda málinu til streitu, en þó hvað
helzt frá þeim, er með stjórn landsins kynnu að
fara, ef mætu meira að geta haldið völdum um stund
en framgang málsins. Gegn þessari hættu þarf að
vera vakandi á verði, svo enginn verði sá, er þori að
gerast slíkur. Teljum vér mikinn styrk í því, að
hvergi sé hikað.
Hin hættan er erlend og stafar af andstöðu dönsku
stjórnarinnar gegn málinu. Á því skeri hefur strand-
að hingað til. Ef hægt er að útrýma þessari hættu,
er sigur vís. Þarf því að stefna að því að minnka hana.
Nú vitum vér, að danska stjórnin hefur lagzt móti
málinu vegna þess, að hún veit, að eftirlátssemi við
Islendinga er beitt sem vopni gegn henni við kosn-
ingar. Vitum vér engan þingflokk Dana líklegri til
þess að vega á móti þessu en flokk Jafnaðarmanna.
Danskir Jafnaðarmenn vilja ekki skilnað Islands og'
Danmerkur, heldur vinsamlegt og frjálslegt sam-
band. Eru því talsverð líkindi til þess, að þeir legðu
kröfu vorri frekar lið en hitt, ef þeim væri sýnt fram
á, að um framgang málsins eða skilnað er að tefla.
Fyrir því virðist oss sú leið greiðust til þess að