Saga - 1976, Page 200
192
BERGSTEINN JÓNSSON
fengim málgagn Danskra Jafnaðarmanna til að mæla með
kröfum vorum. Hann kvað kostnaðinn ekki meiri en ca.
1 krónu á mann í flokknum.
Eirílcur Helgason bjóst við því, að ekki myndi kostnað-
urinn meiri en ca. 50 aurar á mann, og væri leitt, að engin
endanleg ákvörðun skyldi koma.
Ríkharður Jónsson skýrði frá því, að nefndin hefði að
vísu gert kostnaðaráætlun, en allt væri nú svo ótryggt, að
henni hefði ekki þótt vænlegt að ákveða neitt.
P. G. Guömundsson tók í sama strenginn og bætti því
við, að vissara væri, að þetta væri ekki í hámælum haft,
því af því kynni máske að hljótast óþægindi og tafir.
Siguröur Þorsteinsson og Eiríkur Helgason mæltu mjög
á sömu leið og lögðu áherzlu á að valinn yrði góður mað-
ur til fararinnar.
Steinþór Guömundsson vildi láta ákveða hvaða leið ætti
að fara: hvort senda ætti mann eða senda D. Jafnaðann.
skilaboð, en mælti þó fastlega með hinni fyrri leiðinni.
Formaöur bar fram afsökun frá gjaldkera, sem vegna
annríkis ekki gæti mætt á fundinum.
Jörundi Brynjólfssyni þótti varasamt að fara með fjár-
bænir til flokksmanna nú, en var að öðru leyti ánægður
með undirtektir félagsmanna.
Jón Baldvinsson gat þess, að samb.stjórnin myndi á ein-
hvern hátt leggja fram nokkuð fé, en annars væru peninga-
fyrirtæki flokksins sjálfsögð til hjálpar. Þar að auki kvað
hann engan skort á iánum eður öðru slíku, ef í öngþveiti
væri komið.
Felix Guöm. vildi láta nefndina halda áfram störfum
sínum í samráði við samb.stj.
Þá voru tillögur þær, sem fyrir lágu, teknar fyrir, en
Vilhelm Jakobsson tók tillögu sína frá síðasta fundi aftur,
og var þá gengið til atkvæða um till. nefndarinnar, og var
hún samþ. með öllum gr. atkvæðum.
Þá tók til máls Ól. Friöriksson og gat þess, að nauðsyn