Saga - 1976, Blaðsíða 203
ALÞÝDUFLOKKURINN OG ÍSLENZKIR JAFNAÐARMENN 195
ins. En vitaskuld hefur Jón Magnússon þá ekki snúið sér
til Jafnaðarmannafélagsins, heldur beint til flokksleiðtog-
ans, Jóns Baldvinssonar, sem aftur hefur hið bráðasta kall-
að sér til halds og trausts helztu áhrifa- og ráðamenn
flokksins, eða öllu heldur Alþýðusambandsins. 1 skugga
þeirra stórtíðinda sem erindi forsætisráðherra var við
þennan unga og smáa flokk, hefur sú staðreynd bliknað,
að fánamálið eitt var hið beina tilefni flokksfélagsins til
þess að leiða hugann að sambandsmálunum.
Af áttundu fundargerð, þ.e. hinni fyrstu, sem tilfærð er
hér, virðist mega ráða, að Ólafur hefur þegar fyrir utanför
sína 1918 verið kunnugri Borgbjerg en hann man eða vill
muna, þegar hann segir Bergi ferðasögu sína þrjátíu árum
síðar.
Af nefndaráliti því, sem Ingimar Jónsson les upp á
fundinum 10. marz 1918, virðist eindregið mega ráða, að
nokkur hluti — ef til vill verulegur hluti — áhugasömustu
og virkustu félaganna í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur
hafi verið sammála dönskum jafnaðarmönnum um það, að
fremur bæri að sameina ríki á Norðurlöndum en sundra
þeim. Var þetta sjálfsagt þeirra túlkun eða skilningur á
alþjóðahyggju jafnaðarstefnunnar. Fullvíst er samt, að
enn voru margir íslenzkir jafnaðarmenn svo fastir í gömlu
deilumálunum, að þeir settu ósjálfrátt í fyrirrúm stjórn-
frelsiskröfur Islendinga, þegar þær komust á sviðið. Gilti
þá einu, þótt atvinnuleysi og sívaxandi dýrtíð þjakaði al-
þýðu manna meira en nokkru sinni fyrr í manna minnum.
Það er að sjá sem Jafnaðarmannafélagið hafi átt frum-
kvæðið — eða að minnsta kosti hugmyndina — að sendi-
för Ólafs Friðrikssonar til Danmerkur. Þar fyrir er hreint
ekki óhugsanlegt, að aðrir og áhrifaríkari menn hafi í
sömu för falið Ólafi að reka ennþá veigameiri erindi en
félagið hafði fyrirhugað honum. Jón Baldvinsson kynni
að gefa þetta í skyn, þegar hann „gat þess, að samb.stjórn-
in myndi á einhvern hátt leggja fram ... fé, en annars
væru peningafyrirtæki flokksins sjálfsögð til hjálpar."