Saga - 1976, Page 204
196
BERGSTEINN JONSSON
Loks má sér til gamans geta sér þess til, að hin allfróð-
lega og skemmtilega ferðasaga Ólafs, sem á er minnzt í
tíundu fundargerð, sé til vor komin í endursögn Bergs
Pálssonar. Er þá engri rýrð varpað á ágætan hlut Bergs,
þó að fullyrt sé, að engir njóti frásagnar þeirrar betur
en þeir, sem muna Ólaf, augnaráð hans og svipbrigði öll,
þegar hann sagði frá af lífi og sál.
Greiöi Jóns Baldvinssonar við sambandslagaundirbúning 1918.
Það kemur fram í grein Bergsteins Jónssonar lektors í Sögu
hér að framan, að hann metur sem óviljandi skröksögu frásögn
Hallbjarnar Halldórssonar um fámennan leiðtogafund Alþýðuflokks-
ins í desember 1917, sem „ákvað að sjálfsögðu að veita Jóni Magnús-
syni jákvætt svar“ og reyna svo að efna við íslenska forsætis-
ráðherrann loforð sitt um að snúa skoðunum danskra sósíaldemó-
krata um íslenslcar réttarkröfur, einkum í hag kröfunni um sigl-
ingafána vorn. Þetta mál kemur sem sé ekki, svo séð verði, á dag-
skrá í Jafnaðarmannafélagi Keykjavikur fyrr en 10. febrúar 1918 og
fær jákvæða afgreiðslu í félaginu á fundi 27. mars, að vísu aðeins
í formi áskorunar á Alþýðusamband Islands, að það styðji siglinga-
fánakröfuna, geri það með bréfi a.m.k. til þingflokks Jafnaðar-
manna í Danmörku, helst þó með því að velja og senda utan mann
þeirra erinda. Þá stóð ekki á framkvæmdum Alþýðusambands, sem
Jón Baldvinsson, flokksleiðtoginn, hafði miklu sterkari tök á en
Jafnaðarmannafélaginu, og fór svo Ólafur Friðriksson Dagsbrúnar-
ritstjóri sendiferðina með næsta skipi sem tækilegt var.
Bergsteini virðist, að „Jafnaðarmannafélagið hafi átt frumkvæð-
ið — eða að minnsta kosti hugmyndina — að sendiför Ólafs Frið-
rikssonar til Danmerkur", en tekur einnig réttilega fram, að til að
tryggja 27. mars hina jákvæðu afstöðu Jafnaðarmannafélagsins bað
Jón Baldvinsson fundarmenn ekki hafa áhyggjur af óhjákvæmi-
legum ferðakostnaði, Alþýðusambandið réði fram úr því og ætti
kost „á lánum eður öðru slíku, ef í öngþveiti væri komið.“ Fyrir
þann dag hefur Jón sem sé undirbúið skjóta framkvæmd.
Það vekur athygli, að flokksformaðurinn Jón Baldvinsson hélt sér
nær alveg utan við þessar umræður í félaginu og þingmaður Jafn-
aðarmanna, Jörundur Brynjólfsson, sem var a.m.k. á fundinum 27.
mars, hafði sama hátt á, en lýsti ánægju með undirtektir félags-
manna og vildi ekki láta þá kosta förina. Gagnstætt Bergsteini les