Saga - 1976, Page 206
198
BERGSTEINN JÓNSSON
af Islendingum: hið lakasta úr aðferðinni taka þeir í sína þjónustu,
en hitt láta þeir ónotað. Sjálft saltið fúlnar, þegar það kemur í ís-
lenzkan landsmálajarðveg.“
Hvorki Jóni Baldvinssyni né Jörundi gat dulist að tilgangur
Jóns Magnússonar, samþykktur af Zahle, en ekki enn af Th. Staun-
ing, sem var mikilvægur samráðherra hans, og flokksbræðrum, var
lögtaka einhvers sáttmála sem gerði Island eins fullvalda og frekast
mætti. Ástæðulaust er að halda, fyrst Jón Magnússon vildi á annað
borð tryggja sér Jón Baldvinsson og merka liðsmenn hans, að hann
hafi þorað að láta desember 1917 ónotaðan til þess verks og eiga
á hættu að í Alþýðuflokki kæmi upp meirihluti, sem byndi Jón
Baldvinsson til andstöðu við Sambandslög. Þessi rök styðja, að
tímasetning Hallbjarnar á tilmælum forsætisráðherrans og við-
bragði Jóns Baldvinssonar sé hin eina rétta.
Ef nokkur flokksleiðtogi kunni íþróttina að leika feluleik, var
það Jón Baldvinsson, og ekki þótti honum fráleitt að taka suma
hætti upp eftir Jóni Magnússyni, hæglátum og framsýnum. Hallbirni
og Pétri G. Guðmundssyni er einnig gert það ljóst í desember, að
eining Alþýðuflokks er í veði, ef upp kemst það, að væntanleg jafn-
aðarmannaafskipti af tregðu danskra flokksbræðra séu þannig til
komin í fyrstu, að flokksfaðirinn, Jón Baldvinsson sé að gera and-
stæðingi greiða, Jóni forsætisráðherra, með ófyrirsjáanleg áhrif þess
verks á danska sósíaldemókrata, svo sem Th. Stauning, fram und-
an. Pétur G. Guðmundsson, formann Jafnaðarmannafélagsins, brast
sjaldan fjölhæfni, til hvers sem nauðsyn krafði. Hann hefur því
tekið að sér fyrir Jón Baldvinsson að leiða með lagni félag sitt til
hinnar pöntuðu áskorunar, sem það gerði 27. mars og taldi sig vera
að vinna í þágu fánamálsins eins.
Björn Sigfússon.