Saga - 1976, Side 209
SVERRIR KRISTJÁNSSON SAGNFRÆÐINGUR
201
ritstörfin. Þótt kreppa og auraleysi hrjáði Kaupmannahöfn,
meðan Sverrir dvaldist þar, tók hann ástfóstri við þá borg,
borgarbrag hennar, menningu og íslenzkar söguslóðir. 1
hvert skipti sem hann heimsótti borgina við sundið síðar á
ævinni, var hann eins og ástþyrstur unglingur, sem leitar
á fund ástvinu sinnar.
Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn gerðist Sverr-
ir kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (síðar Vestur-
bæjar og er hann var lagður niður við Laugalækjarskóla),
og gegndi hann síðan kennslustörfum allt til 1974. Skóli
sá, sem Sverrir starfaði við var einstakur að því leyti,
hversu margir sögufróðir menn voru í kennaraliðinu, en
meðal þeirra voru Ágúst H. Bjarnason, Knútur Arngríms-
son, Guðni Jónsson, Óskar Magnússon frá Tungunesi,
Björm Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson auk þess sem
þar voru margfróðir menn á öðrum sviðum, t.a.m. Ingólfur
Davíðsson, Jóhann Briem og Sveinn Bergsveinsson. Þótt
Sverrir kynni vel við sig í þessum hópi, var gagnfræða-
skólakennsla honum aldrei að skapi, því að hann hneigðist
til fræðiiðkana og ritstarfa og hefði helzt kosið að helga
sig þeim heill og óskiptur. En Sverrir var reyndar ekki
einn á báti hvað þetta snerti, því að langflestir þeirra,
sem sinna vildu húmanískum fræðum, urðu að verja til
þeirra tómstundum sínum frá daglegu brauðstriti. Það er
fyrst núna síðustu tíu til fimmtán árin sem aðstaðan til
fræðimennsku hefur skánað að ráði. Það voru Sverri
þess vegna bjartir dagar, er hann fékk orlof frá kennslu
1956—1958 og hélt til Kaupmannahafnar, þar sem hann
vann að því að skrá íslenzk bréf í dönskum söfnum. Skrá
þessi, sem gerð var í tvítaki og geymd er í Landsbóka-
safni og Konungsbókhlöðu, hefur stórum auðveldað ís-
lenzkum fræðimönnum aðgang að þeim fróðleikssjó, sem
bréfin búa yfir.
Þótt hæfileikar Sverris væru miklir, verður eigi sagt,
að margt hafi verið gert til þess að hlynna svo að honum,
að þeir gætu notið sín sem bezt, því að ekki getur það