Saga - 1976, Page 212
204
JÓN GUÐNASON
ans og hálfvitans, en það var Ævintýri góða dátans Svejk
eftir Jaroslav Hasek, ein naprasta háð- og ádeilusaga, sem
rituð hefur verið.
Séra Matthías Jochumsson var eitt þeirra íslenzku
skálda, sem Sverrir hafði í hávegum. Þótti honum Matt-
hías rismikill bæði í skáldskap sínum og lífsviðhorfum, og
hafði hann þó það orð á sér að vera mikið barn í póli-
tískum efnum. En hann var fjörkálfur stéttar sinnar, hald-
inn barnslegri lífsólgu og krafti, frjálshuga og víðsýnn og
víðförull í erlendum bókmenntum. Einu sinni barst Matt-
hías í tal og lét ég þau orð falla, að mér þætti hann láta
vaða á súðum í sendibréfum sínum, mælgin væri óskapleg.
Sverrir var allsendis ekki reiðubúinn að taka undir það.
Honum þótti orðaflaumur skáldsins vitna um óstýrilátt
hugarflug, andlegt fjör og sindrandi glettni, sprudlende hu-
mor eins og hann orðaði það. Eg held, að þessi skoðun
Sverris lýsi honum sjálfum mætavel. Fjörkippir andans
og allt það, sem reis og reif sig upp úr sléttlendi vanans,
snerti streng í brjósti hans. Þeir hafa því átt sitthvað skylt
hann og skáldpresturinn.
Allar ritsmíðar Sverris eru á góðu máli, vandaðar að
orðfæri og stíl. Það var honum bæði eðlislægt og metnaðar-
mál að skrifa læsilegt mál, beita blæbrigðum tungunnar,
hnitmiða orðavalið og meitla efnið, en stjarfur stíll og
flatur var honum leiður, enda ein af meinsemdunum í
andlegri fóðurgjöf. Alúð sú, sem Sverrir lagði við stíl-
íþrótt sína, stafaði ekki af tómri skrautgirni, heldur af
vilja til þess að gæða efnið lífi. Stíllinn var honum aðferð
til þess að skýra frá skoðunum sínum á sem fyllstan
hátt og um leið aðferð til þess að ná taki á lesendum. „Til
hvers er verið að skrifa,“ sagði Sverrir einu sinni, „ef
engir eru lesendur." Honum var það hvorttveggja ánægja
og uppörvun að vita til þess, að hann átti fjölmennan les-
endahóp.
Vandaðir og vökulir rithöfundar eru sífellt að læra, auka
við þekkingu sína, heyja sér orðaforða og bæta verklag