Saga - 1976, Blaðsíða 213
SVERRIR KRISTJÁNSSON SAGNFRÆÐINGUR 205
sitt. Svo var það um Sverri og hann fór víða í smiðju, hvert
heldur var í lausamál Heines, biflíuna eða í aðra staði.
Hann kunni ekki aðeins skil á vinnubrögðum og aðferðum
sagnfræðingsins, heldur einnig skálda og rithöfunda. Hann
gekk að verki eins og byggingarmeistari, sem veit hvaða
eigindir smíðin á að hafa til þess að hún standist þær
kröfur, að hún teljist góð og gild. Hann skrifar í Helga-
fell 1953, bls. 108: „Til þess að skrifa góða essay, jafnvel
þótt mjög alþýðleg sé, þarf djúptæka þekkingu á viðfangs-
efninu, kunnáttu í meðferð máls og stíls og síðast en ekki
sízt, kunnáttu í að byggja upp ritgerð svo að vel fari. Það
er sannarlega ekki nóg að kunna að spinna lopann. Það þarf
að kunna að byrja og enda, kunna að raða staðreyndum
og hugsunum, svo að ekki þvælist hvað fyrir öðru, en rit-
gerðin fái hæfilegan stíganda og nokkra reisn.“ Það er
óhætt að segja það, að Sverrir hafi náð tökum á þeim
galdri, sem hann hefur hér lýst, og hann hafi skipað sér
til sætis hjá snjöllustu ritgerðahöfundum Islendinga. 1
ritgerðum hans fer allt saman: söguleg yfirsýn, skarp-
skyggni, tilþrifamikið orðfæri, mannúðleg viðhorf og ríkur
skilningur á hlutskipti alþýðu, sem ævinlega hefur verið
höfuðsetin af höfuðskepnum og valdastéttum.
Sverrir Kristjánsson var meðal áheyrilegustu útvarps-
fyrirlesara þjóðarinnar, en ríkisútvarpinu ber að þakka
margt af því, sem eftir hann liggur á prenti, og á það
sína sögu. Þeir hafa aldrei verið ofhaldnir og sízt auðgazt,
sem þurft hafa að framfleyta sér á einföldum gagnfræða-
skólalaunum, og svo var því farið um Sverri, auk þess sem
honum var ekki ráðdeild gefin. Eins og svo margur annar
í landi yfirvinnunnar drýgði hann tekjur sínar með rit-
störfum, þótt ekki geti annarrar leiðar fátæklegri. Hann
fór því snemma á fjörurnar við ríkisútvarpið með erindi
sín og varð þar tíður gestur, en sú stofnun mátti heita
eini aðilinn í landinu sem keypti hugverk og galt fyrir það
rnöglunarlaust að vísu eftir eigin gjaldskrá. Það er skemmst
frá að segja, að ríkisútvarpið reyndist Sverri ekki einungis