Saga - 1976, Page 214
206
JÓN GUÐNASON
tekjulind heldur hinn áhrifamesti kennarastóll, þar sem
hann gat flutt fræði sín í áheyrn alþjóðar allt frá Reykja-
nestá norður á Langanes.
Margt hefur valdið því, að Sverrir lagði mesta rækt
við ritgerðaformið. Hann hafði ekki þolinmæði til þess
að sitja lengi í einu við ritstörf, en einnig komu til fjár-
hagsástæður og lifnaðarhættir, enda voru ritstörfin hjá-
verk, unnin í stopulum tómstundum. Hann var skorpumað-
ur við skriftir, en það merkir þó ekki, að hann hafi kastað
til þeirra höndum, því að hann tók sér jafnan góðan
tíma til þess að safna efnivið, brjóta hann til mergjar og
móta, áður en hann lét til skarar skríða. Þegar hann loks-
ins settist við skrifborðið, sem hann bar yfirleitt ekki
við, fyrr en komið var fram um miðnætti, vann hann
ósleitilega og lét sér iðulega ekki verk úr hendi falla fyrr
en hnigið var að rismálum. Einu sinni var Sverrir að því
spurður, hvernig hann færi að því að mæta til kennslu
eftir svona langar vökustundir ýmist við skriftir eða
sumbl. „Mér nægir að kasta mér niður eina til tvær stund-
ir,“ svaraði hann, „og ef ég næ að raka mig, er ég sem
stálsleginn."
Tími sá, sem fer í það að festa efni á blað, er ekki
einhlítur mælikvarði á verktíma rithöfunda. Jafnvel stutt
blaðagrein, sem vandað er til, getur átt sér drjúgan undir-
búning, og svo hefur það verið með obbann allan af rit-
smíðum Sverris. Vorið 1955 stóð landspróf yfir í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar við öldugötu, og litu kennarar
eftir því, að það væri þreytt eftir settum reglum. 1 einni
stofunni sat Sverrir við kennarapúltið, handlék tóbaksdós-
irnar og tók í nefið endrum og eins. Fyrir framan sig hafði
hann tvser bækur vænar, tímaritin Skinfaxa og Rétt, sem
hann las í milli þess sem hann leit upp og litaðist um.
Öðru hverju reis hann úr sæti sínu og gekk um gólf. Þar
sem tíminn silaðist áfram drepseint, innti ég Sverri eftir
því, hvort hann þreyttist ekki á yfirsetum. Hann tók því
víðs fjarri, þessar kyrrlátu stundir kæmu sér vel. Hann