Saga - 1976, Side 215
SVERRIR KRISTJÁNSSON SAGNFRÆÐINGUR
207
notaði þær til þess að lesa og íhuga efni, sem hann væri
með á prjónunum. Ekki löngu síðar birtist grein Sverris
um Jónas Jónsson frá Hriflu sjötugan, snilldarleg riss-
mynd af hinum aldna stjórnmálamanni. Þegar grein þessi
barst í tal, kvaðst Sverrir hafa verið dulítið feiminn við
að láta lokaorðin frá sér fara, lýsinguna á pólitískri jarðar-
för Jónasar. Það þætti víst ekki til siðs að hafa hátt um
útfarir manna á stórafmælum þeirra, þótt pólitískar væru.
Hvað um það, þá líkaði Jónasi afmæliskveðjan svo vel, að
hann stofnaði til góðs kunningsskapar við Sverri, hringdi
til hans öðru hverju, meðan báðir lifðu, til þess að ræða um
þjóðmálin, en á þeim hafði hann sívakandi áhuga, þótt
langt væri um liðið, síðan pólitísk útför hans var gerð.
Stundum hefur því verið fleygt, að Sverrir væri ekki til
mikilla afliasta og lítið lægi eftir hann, en þessi skoðun mun
eiga sér rætur í ýmsar áttir. Ritsmíðar Sverris birtust á víð
og dreif í blöðum, tímaritum og bókum, svo erfitt hefur
verið að fá yfirsýn yfir þær. Þá var alkunna, að hann
gerði sér oft glaðan dag, því að hann taldi að bezta ráðið
til þess að sigrast á freistingunum væri að falla fyrir
þeim. Og hver annar en Sverrir sást tíðum á ferli um
götur borgarinnar um háannatímann, þegar guðhrætt fólk
og skilvíst var að vinna fyrir þjóðarbúið. Og þegar hann
brá sér inn fyrir dyr á safnahúsinu við Hverfisgötu, var
hann jafnan á snöggri ferð. Þegar betur er að gætt, þá
hefur Sverrir skilað miklu og vönduðu dagsverki og furðu-
miklu, ef hafðar eru í huga þær aðstæður, sem hann bjó
við. Skerfur hans til almennrar fræðslu um sagnfræðilegt
og bókmenntalegt efni var meiri en flestra fræðimanna,
og ritsmíðar þær, sem hann samdi og lét birta, mundu
fylla nokkrar meðalstórar bækur, ef tíndar væru saman,
en auk þess átti hann ýmsan efnivið í fórum sínum, t.a.m.
í sögu Dagsbrúnar. Af þessu má ljóst vera, að Sverrir
hefur ekki setið auðum höndum um dagana. Annað mál
er það, að menn hafa viljað fá meira frá honum að heyra.
Þeir sakna þess, að honum skyldi ekki auðnast að semja