Saga - 1976, Page 221
SVERRIR KRISTJÁNSSON SACNFRÆÐINGUR 211
Þórbergur Þórðarson (Þ.Þ.: Ritgerðir 1924—1959. 1960.
Inngangur).
Ritdómar.
Sverrir skrifaði marga ritdóma um sagnfræðirit og skáld-
verk. Birtust þeir flestir í Þjóðviljanum, Tímariti MM og
Helgafelli. Meðal annars skrifaði hann um bækur Halldórs
Laxness, Atómstöðina (í Þv. 1948, ep. í RR) og Gerplu (í
Helgafell 1958 undir nafninu Crassus).
Mannlýsingar.
Sverrir lýsti ýmsum samferðamönnum sínum, þegar sér-
stakt tilefni var til, heilsaði upp á þá, er þeir áttu stór-
afmæli, og kvaddi þá, er þeir voru allir. Meðal afmælis-
greina hans er grein um Jónas Jónsson frá Hriflu sjötugan
(Þv. 3. maí 1955, ep. í RR), og áttræðan (Þv. 1. maí 1965),
Halldór Laxness sextugan (Þv. 25. apríl 1962, ep. í RR)
og Þórberg Þórðarson áttræðan (Tímarit MM 1969). Með-
al þeirra manna, sem Sverrir mælti eftir, voru Árni Páls-
son (Þv. 14. nóvember 1952, ep. í RR), Benedikt Sveins-
son (Þv. 24. nóvember 1954, ep. í RR), Ottó N. Þorláksson
(Þv. 17. ágúst 1966), Bjarni Benediktsson (Þv. 16. júlí
1970), Karitas Skarphéðinsdóttir (Gömul minning. Þv. 21.
janúar 1973). Ennfremur skrifaði Sverrir grein um Einar
Olgeirsson, sem birtist sem inngangur að ritgerðasafni Ein-
ars, Vort land er í dögun. 1962.
Þjóblífsmyndir.
Á síðustu áratugum hefur Islendingum bætzt við ný bók-
menntagrein, þar sem eru listrænar sögur og þættir af
mönnum og atburðum þjóðarsögunnar. Höfundar slíkra
verka nota sagnfræðilegan efnivið og leitast við að fylgja
staðreyndum trúlega, en fylla í eyðurnar þegar heimildir
þrýtur. Þessu efni sníða þeir listrænan búning. Jón Helga-
son ritstjóri hefur iðkað þessa bókmenntagrein einna lengst
og verið í henni manna snjallastur. Sigurður Arnalds út-