Saga - 1976, Síða 223
SVERRIR KRISTJÁNSSON SAGNFRÆÐINGUR
213
1942, að Sósíalistaflokkurinn hefði sennilega sent hann
þangað í framboð til þess að gleðja Klemenz Kristjánsson
(bróður sinn), en piltungur þessi hefði um mörg ár verið
þekktur í Kaupmannahöfn undir nafninu mesti fjandmaður
kornyrkjunnar á Islandi. Skömmu síðar, 29. september,
segir sama blað í greinarstúfi með fyrirsögninni Glerbrotið
á haugnum: „Til þess að svala reiði sinni [vegna greina
Hermanns Jónassonar um afrek sósíalista í dýrtíðarmál-
inu], hefir Þjóðviljinn fengið glerbrot eitt, sem lengi var
að flækjast á sorphaugum borgarinnar við Eyrarsund,
til að skrifa níðklausu í dálka sína um Hermann Jónasson.
Lætur glerbrotið allmikið yfir sér og þykist víst vera orðið
eins og heil flaska síðan kommúnistar hirtu það af götu
sinni og töldu það borið til mannvirðinga austan fjalls. En
glerbrotið verður aldrei annað en glerbrot, og auðnuleys-
ingi verður jafn auðnusnauður, þótt hann leggi stund á að
ófrægja sér vitrari og giftudrýgri menn/‘ Þessa ófegruðu
mannlýsingu hafa margir eignað Jónasi Jónssyni frá
Hriflu, en dr. Aðalgeir Kristjánsson kveðst hafa það eftir
Sverri og hann frá Jónasi, að Jón Eyþórsson hafi haldið
þama á penna.
Pólitísk afskipti Sverris voru þó einkum fólgin í því
að semja pólitískar og menningarlegar ádeilugreinar og
hugvekjur. 1 þeim efnum haslaði hann sér ákveðinn völl,
en þeystist ekki á gandreið yfir þjóðmálin. Hann greip
jafnan ekki til pennans, nema honum þætti mikið
við liggja í þeim stórmálum, sem efst voru á baugi
hjá þjóðinni, eða honum þótti mörlandinn hafa uppi því-
Hka tilburði, að þeir lágu vel við höggi og unnt var að
hafa af þeim nokkra skemmtun. 1 þessum greinum beitti
Sverrir ýmsum tóntegundum, í hinum fyrri var honum
tamast að vanda um og hirta, í hinum síðari að hæðast og
skopast, en hversu þykkjuþungur, sem hann var, varaðist
hann að ergjast og hafa allt á hornum sér. Þeir Islend-
ingar eru ekki margir, sem iðkað hafa listræna blaða-
mennsku, en Sverri má vafalaust skipa á bekk með þeim