Saga - 1976, Page 225
SVERRIR KRISTJÁNSSON SAGNFRÆÐINGUR
215
Jakobína (Bína) Tulinius, er lézt fyrir nokkrum árum, og
þriðja kona hans var Guðmunda Elíasdóttir söngkona. Með
Björgu Sigurjónsdóttur átti Sverrir son, Sigurjón flug-
mann hjá Landhelgisgæzlunni. Sverrir var röskur meðal-
maður að hæð og þrekvaxinn, breiðleitur og hárprúður,
rómurinn skýr og karlmannlegur og fasið kviklegt. Maður-
inn var hinn vörpulegasti og hafði alla burði erkibiskups í
renesanskum stíl. Hann var jafnan léttur í lund og skraf-
hreyfinn. Tungutak hans var frábært og gat hann mörgu
til tjaldað, stálminni, litríku orðfæri, raddbrigðum og lát-
bragði og ekki sízt sjón til þess að sjá fleiri litbrigði ver-
aldarinnar en flestum er auðið. Hann var alþýðlegur í við-
móti og stirðnaði aldrei í stífum kraga embættismennsku
og lærdóms. Þess vegna leituðu margir hjá honum ráða, rit-
höfundar og fræðimenn, og þeir komu ekki að tómum kof-
anum, því að hann var ævinlega reiðubúinn að fræða, örva
og veita holl ráð, en efling íslenzkra bókmennta í víðustu
merkingu var honum hugfólgin.
Ef eitthvað er til, sem kallað er borgaraleg meðalhegð-
un, þá hirti Sverrir ekki um hana. Hann naut þess, sem
lífið hafði að bjóða, hreifst eins og Lúther af föngulegum
konum, ljúfum veigum og góðum skáldskap. Hann var ekki
þess sinnis að slá hendi á móti að gera sér glaðan dag og
gerði sér engan mannamun, en þjóraði og gladdist jafnt
með ráðherrum sem rónum, listamönnum sem landhlaup-
urum, því að á slíkum stundum voru allir guðsútvaldir.
Sverrir var ekkert áfjáður að teljast til hinna syndlausu
og öðrum kom heldur ekki í hug að bendla hann við þá, en
fyrir bragðið komst hann ekki í sama flokk og marhnút-
urinn, sem Benedikt Gröndal telur með öllu syndlausan.
Þótt aldurinn færðist yfir Sverri, hvarf hann aldrei langt
frá sínum uppruna, strákurinn var ævinlega ríkjandi í
honum. Ég innti hann einu sinni eftir því, hvers vegna
hann hefði látið endurprenta grein sína um Jósep Stalín
(í Ræður og riss), þegar samherjar hans berðu sér á brjóst
og vildu ekkert við hann kannast, en andstæðingunum hlægi