Saga - 1976, Page 226
216
JÓN GUÐNASON
hugur við og væru steigurlátir. „Jú, sjáðu, svaraði hann
og hló glettnislega, „ég mátti til nieð að stríða borgurun-
um.“ Eins var það af ertni og glettni gert, er hann í grein
einni (Þjóðfélagið og skáldið, Tímarit MM 1970) nefndi
reglulega Morgunblaðsskáldið á undan Nóbelsskáldinu, er
þeirra var getið í sömu andrá.
Veröldin lét ekki ávallt blítt við Sverri, því að ýmislegt
reyndist honum andstreymt, sonarmissir, langvarandi veik-
indi miðkonunnar og embættisstarf, sem honum var óljúft.
0g á ýmsu gekk í þjóðmálum og heimsmálum, sumt sem
vakti honum gleði, annað vonbrigði. En hvernig sem
veltist, lét hann ekki deigan síga og var alltaf staðfastur
í þjóðmálaskoðun sinni, en í þeim efnum var hann hvorki
hverfull né auðunninn. f ritsmíðum sínum skoðaði og lýsti
Sverrir vegferð mannsins sem mikilfenglegu drama fullu
af þversögnum, en í eigin lífi lét hann oftast eins og til-
veran væri gáskafullur leikur, þrunginn kátbroslegum til-
tækjum og meinlegum tilvikum, fullur af ábyrgðarlausum
unaðssemdum og ljúfum kræsingum, en hefði svona til
mótvægis dálítið ívaf af jarðnesku galli og mannlegum
breyzkleika. Lífið var honum þannig áþekkt þeim gleði-
leikjum, sem settir eru á svið á fjölum leikhúsanna. 1 þess-
um gamansama leik tók Sverrir fullan þátt og naut flestum
mönnum fremur, en hvemig sem frammistaðan er, fær
enginn umflúið einn góðan veðurdag að leika lokaþáttinn.
Röðin hefur þegar komið að Sverri og hann er genginn út
af sviðinu, en hin mannlega kómedía heldur áfram, þótt
snillingur hverfi bak við tjaldið.
Jón Guðnason