Saga - 1976, Page 227
Ritfregnir
Björn Th. Björnsson: HAUSTSKIP. Heimildasaga.
Teikningar: Hilmar Þ. Helgason. Mál og Menning,
Reykjavík 1975. 356 bls.
Á síðustu árum hafa nokkrir íslenzkir höfundar, flestir fróðir,
pennafærir og svo vel verki farnir, að orð er á gerandi, — í senn
fært sér í nyt landshefð og erlendar fyrirmyndir og spreytt sig á að
blása lífsanda í gamiar frásagnir, sem oft liggja á mörkum þjóðar-
sögunnar og þjóðsagna. Þegar bezt tekst til má vart á milli sjá
hvort meira má sín fræðileg vandvirkni eða skáldleg tilþrif hjá þess-
um höfundum. Vonandi geri ég engum rangt til, er ég nafngreini
þá þessara höfunda, sem fyrstir koma mér í hug: Jón Helgason
ritstjóri, Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, Tómas Guðmundsson
skáld, Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur, Hannes Pétursson skáld.
Nú er það eindregið álit mitt, að með Haustskipum hafi Björn Th.
Björnsson skipað sér á bekk með þessum höfundum, svo að ekki
verði um villzt.
Haustslcip fjallar um fólk og atburði á átjándu öld. 1 danska
konungsríkinu voru þetta öðru fremur ár pietisma og fræðslustefnu,
svo og tímar áhugamanna um aukna þekkingu á náttúruöflum og
lögmálum hagfræðinnar eins og þau birtust á sviði atvinnuveganna.
Má fullyrða, að yfirleitt leikur heldur ánægjulegur ljómi um þetta
skeið í sögu þjóða í norðan- og vestanverðri Evrópu. Á píslargöngu
Islendinga hefur þó varla nokkru sinni mjórra mátt muna, að þeir
færu fyrir björg en einmitt á þessari öld. Hvert áfallið öðru alvar-
legra laust þá, unz minnstu munaði, að Móðuharðindin byndu enda
á lífsþráð þjóðarinnar. Hefði hún þá trúlega mætt slcapadægri sínu
á áþekkan hátt og sú grein hennar, sem varð til á Grænlandi nærri
lokum miðalda.
Það eru olnbogabörn aldarinnar, afbrotamenn og refsifangar, sem
eru hinar eiginlegu söguhetjur Haustskipa. Er eymd þeirra, ógæfu
og umkomuleysi skilmerkilega lýst með stuðningi af beztu fáanleg-
um heimildum: Málsskjölum, dómum, annálum, bréfum og öðrum
samtímagögnum.
Imyndunarafl sitt og skáldaleyfi notar höfundur helzt til þess