Saga - 1976, Page 229
RITFREGNIR 219
þeirra stóðu allar stofnanir, sem eitthvað kvað að, krúna, kirkja og
allir taglhnýtingar þeirra grónu valdhafa.
Höfundur leyfir sér þann rnunað að taka tvær kunnustu persón-
ur sögu sinnar, þótt aukapersónur séu þar, og hefja á stall með
því að gera þær talsmenn hugsjóna og tíma, sem þær höfðu naum-
ast forsendur til þess að skilja. Hér á ég við Magnús Gíslason
amtmann og Skúla Magnússon landfógeta. Víst voru þetta hinir
mætustu menn og íslandi þarfari en flestir samtímamenn þeirra.
Þó mætti á það minna, að megi marka þjóðsögur, hefur íslenzk al-
þýða trúað því, að Skúli hafi hafnað í helvíti. Var honum þá eink-
um gefið tvennt að sök: Hann var orðinn svo ljótur í lifanda lífi,
að í frásögur var fært; og svo var hann með ólíkindum hortugur
og harðhentur í skiptum við blessaða kaupmennina, en þeir voru
þá sem löngum fyrr og síðar á hægra brjósti þeirra, sem með æðstu
völd fóru á Islandi.
Samtal Magnúsar og Skúla vísar fram til hins ókomna, og ásamt
Guðmundar þætti Pantaleonssonar er það til þess fallið að sýna
örlítinn vonarneista og hlýleikavott í mannlífi, þar sem ömurleikinn
og drunginn eru óneitanlega ríkjandi einkenni.
í fáum orðum sagt: Hér er hraustlega og myndarlega tekið á
miklu og merkilegu efni, og Haustskip eru öllum til sóma, höfundi,
listamanni þeim, sem myndirnar hefur teiknað, og útgefendum, sem
vandað hafa allan ytri búning, svo sem vert var.
Bergsteinn Jónsson.
Jón Steffensen: MENNING OG MEINSEMDIR. Rit-
gerðasafn um mótunarsögu íslenzkrar þjóðar og baráttu
hennar við hungur og sóttir. Sögufélagið. Reykjavík
1975. 464 bls.
Hér er saman komið í einni bók ríkulegt úrval fræðiritgerða Jóns
Steffensen, búið til prentunar af Helga Þorlákssyni í samráði við
höfundinn. Ritgerðirnar eru birtar óverulega breyttar og flestar
óstyttar, þannig að einkar gott yfirlit fæst yfir fræðaferil Jóns og
þróun kenninga hans og vinnubragða. Á hinn bóginn má lesandinn
hafa vara á sér um þau atriði í eldri ritgerðunum, sem höfundur
hefur síðan endurmetið, því þau eru birt athugasemdalaust.1)
') Sérstaklega má benda á endurskoðuð viðhorf til heimildargildis
beinamælinga um skyldleika þjóða (bls. 260—61), breytta aðferð til
að reikna likamshæS eftir leggbeinum (140—41 nm.; niðurstöður á
bls. 115—16, 238 og 240 eru þá úreltar, en gildar á bls. 263—4 og
426-—7) 0g aukna varfærni í ályktunum um C-vítamínmagn mjólk-
urmatar (bls. 254, sbr. 127).