Saga - 1976, Síða 230
220
RITFREGNIR
Ekki er heldur birt skrá um þær ritgerðir Jóns, sem ekki eru teknar
upp í bókina.
Helgi Þorláksson hefur unnið mikið og gott starf með útgáfu bók-
arinnar; sér í lagi eru skrár hans allar hugvitsamlega og vandlega
gerðar og auka notagildi bókarinnar stórmikið.
Merkustu rannsóknir Jóns fjalla um afkomu, viðurværi, heilsufar
og fjölda íslendinga fyrr og síðar. Greinaþrennan um bólusótt, pest
og hungursóttir2) á Islandi (bls. 275—425) er samfelld og mjög
rækileg úrvinnsla heimilda um einhver mikilvægustu atriði sjúk-
dómasögunnar, einkum á 15.—18. öld. Athyglisvert er, að þetta eru
yngstu greinar bókarinnar, tvær þeirra frumprentaðar, svo að Jón
er enn vaxandi sagnfræðingur. Dreifðar athuganir um ungbarna-
dauða (bls. 231 o.áfr., 436 o.áfr.) og næmar sóttir (bls. 436, 438
o.áfr.) fylla nánar upp í sjúkdómasöguna. Um mannfjölda er yfir-
litsgrein að bókarlokum, en vikið að honum víðar; og enn má
nefna athuganir á vexti og eldi þjóðarinnar á ýmsum tímum.
Annar áhugaverður efnisþáttur bókarinnar greinir frá athugun-
um Jóns um uppruna Islendinga. Eru aðalheimildir hans bein forn-
manna, blóðflokkaskipan nútímamanna og í þriðja lagi Landnáma-
bók.
Eannsóknir á einstökum beinafundum eru einhver fyrirferðar-
mesti þátturinn í fræðistörfum Jóns Steffensen. Þó eru aðeins
teknar í bókina tvær eiginlegar rannsóknarskýrslur um slík efni
(bls. 133—150), en þær nægja til að sýna skarpskyggni höfundar
og alúð við þessar rannsóknir, og er ástæðulaust að birta meira af
þessu sérhæfða efni, sem er tiltölulega aðgengilegt í Árbók Forn-
leifafélagsins.
I fjórða lagi birtast hér margar ágætar athuganir Jóns um
lækningasögu. Hann fjallar um töfraráð við sjúkdómum, sér í lagi
jóðsótt, og gerir sér helgirit, heiðin og kristin, að heimildum á
einkar hugvitsamlegan hátt.
Loks flytja Menning og meinsemdir stakar athuganir um ýmis
efni, svo sem byggðarsögu Þjórsárdals (bls. 110—115), beina-
færslu við flutning kirkjugarða (151—157), virðingu kvenna í
heiðni (bls. 166—7, 176—83), starf Bjarna Pálssonar (bls. 216 o.
2) Hungursóttir eru ekki auðgreindar frá ýmsum öðrum krank-
leika í frásögn annála og skyldra heimilda, svo að rannsókn Jóns á
þeim tekur jafnframt til hvers konar torkennilegra farsótta, sem
þar er fjallað um, og greiðir úr mörgum flækjum á þann veg, sem
aðeins læknisfróður maður hefur tök á.