Saga - 1976, Blaðsíða 231
RITFRECNIR
221
áfr.), notkun rúna (205—7 og víðar), og enn mætti fleira
telja.
Jón Steffensen er læknir að mennt og hefur lagt sig eftir mann-
fræði, þannig að hann ber til leiks sérþekkingu, sem aðrir sagn-
fræðingar kunna ekki með að fara. Þegar þar við bætist hugkvæmni
og grandgæfileg heimildakönnun, tekst honum að treysta stórum
þekkingu okkar á mikilvægum þáttum þjóðarsögunnar, og á það
sér í lagi við um sjúkdómasöguna. Annars er Jón einn þeirra, sem
heillast af torráðnum gátum. Margar rannsóknir hans eru glíma
við ófullnægjandi heimildir, jafnvægisæfing á landamærum hins
uppgötvanlega, svo að niðurstöður verða spennandi fremur en
óyggjandi.
Þá mun Jón vera sá sagnfræðingur, sem tamast er að vinna með
tölur og reikninga. Hann grípur til tölfræðinnar við flest tilefni,
jafnvel þegar forsendur reikninganna eru hinni mestu óvissu háðar,
og þarf það síður en svo að vera óskynsamleg aðferð, sé þess aðeins
gætt að meta af raunsæi vafa þann, sem á niðurstöðunum leikur.
Oftast sýnir Jón bæði öryggi og hugkvæmni í talnameðferð sinni.
Varla verður nefnt nema eitt lítilvægt dæmi þess, að hann lari rangt
að,a) en allvíða má gera niðurstöður hans að álitum sökum þess,
hve ófullnægjandi heimildirnar reynast; skulu tínd til nokkur
dæmi þess.
1 grein sinni um „tölfræðilegt mat á líffræðilegu gildi frásagna
Landnámu af ætt og þjóðerni landnemanna" bætir Jón stórum um
samantekt Guðmundar Hannessonar um uppruna landnámsmanna
samkvæmt Landnámu (bls. 95—97). Skipting þeirra á landshluta í
Noregi reynist sennileg (bls. 102—106; Jón notar minjafundi til
samanburðar, en málsöguleg rök mætti nota ekki síður), svo að
höfundar Landnámu hafa að því leyti eitthvað fyrir sér, en annars
eru Jóni ljós tormerkin á notkun landnámssagnanna sem sögu-
heimilda (bls. 92—94). En tilraun hans til að reikna, að hve miklum
hluta Islendingar geti verið kynjaðir frá Bretlandseyjum samkvæmt
Landnámu (bls. 98—102), er ekki sannfærandi og það af tvennum
sökum. Annars vegar reynist ógerlegt að finna reikningsaðferð
óháða þeim vafa á trúverðugleik Landnámu, sem höfundur vill
3) Það er á bls. 175—6, þar sem sýndir eru reikningar því til
stuðnings, hve mjög viðurnefnatízka hafi breytzt við kristnitökuna.
Niðurstaðan liggur langmest í því, að flest viðurnefnin í safni
höfundar eru aðeins borin af einum manni og geta því ómögulega
hafa komið fyrir bæði í heiðni og kristni; réttara væri að athuga
þau viðurnefni ein, sem tveir menn bera eða fleiri.