Saga - 1976, Side 233
RITFREGNIR 223
Einnig er tala látinna í Snæfellsnessýslu, 1500, grunsamleg, eink-
um með því að hún er í allra hæsta lagi miðað við fólksfjölda.
Mannfall í plágum 15. aldar áætlar Jón með samanburði við stóru
bólu og telur pestina heldur mannskæðari vegna minninganna, sem
hún hefur látið eftir sig með þjóðinni; en tekjurýrnun kirkjustofn-
ana telur hann litla stoð í þessu viðfangi. Ég tel minningarnar
enn léttvægari heimildir í þessu efni; skásti mælikvarðinn á það,
hvort áætla má plágurnar skæðari eða vægari en stóru bólu, er
eyðing jarða, ekki hve víðtæk hún var, heldur hve lengi byggðin
var að komast í samt lag, og er það þó slumpareikningur.
Fólksfjöldasögu Islands allt frá 17. öld rekur Jón skilmerkilegar
en gert hefur verið annars staðar, en fyrir þann tíma eru heimildir
svo lausar undir fæti, að allt, sem á þeim er reist, verður hægara
að vefengja en staðfesta. Höfundur setur fram ákveðnar tilgátur
(einkum þá, að Islendingar hafi orðið flestir á miðöldum um miðja
12. öld, líklega nær 80 þúsundum, og landið þá fullsetið; bls. 447),
sem vel mega vera réttar, en forsendur þeirra eru veikar. Annars
vegar almennar hugmyndir um landþrengsli á ýmsum tímum og
um rýrnun landkosta, en hér er sá hængur á, að atvinnuhættir
landsmanna, vinnubrögð og lífskjaravenjur hafa ef til vill breytt
því stórlega, hve margt fólk gat haft framfæri af tilteknum lands-
nytjum. Hins vegar reikningar út frá f jölda heimila og stærð þeirra,
eins og hún er metin eftir gólfrými íveruhúsnæðis í könnuðum bæj-
arhúsum, en þar þarf höfundur að slá marga varnagla (bls. 444—6);
ef hann hefði áætlað óvissuna í tölum, hefði væntanlega komið fram,
að forsendurnar leyfa engar ákveðnar ályktanir. En eins og Jón
skilur við málið, gerir hann ráð fyrir svo stórum heimilum, að þar
hljóta oftar en ekki að hafa verið fleiri en ein hjón; ætli það sé
ekki heldur óvænt ályktun um 11.—12. öld?
Hér hefur, eins og oft vill verða, orðið fjölyrt um álitamál, stór og
smá, í niðurstöðum Jóns, einkum þeim, sem standa á tölfræðigrund-
velli; en af hinu segir færra, sem skarplega er athugað og leggur
trausta viðbót að þekkingu okkar á sögu Islendinga. En þegar hér
tíðni allmisjöfn eftir sveitum og héruðum; því er kannski ekki hár-
nákvæmt að fylla allar eyður eftir landsmeðaltali, sízt á Austurlandi,
þaðan sem tölur vantar alveg, en veikin gekk þar 1708—9 og kann
þá að hafa verið vægari, þegar lengra var liðið frá harðindunum á
undan. í Skagafjarðarsýslu og hálfri Þingeyjarsýslu kann að vanta
upplýsingar um allmarga, sem dáið hafa úr bólunni eftir árslok
1707. Þá eru sumar tölur trúlega ónákvæmar frá upphafi; til dæmis
standa 12 af 45 tölum aðalheimildarinnar, Sjávarborgarannáls, á
heilum tug, auk þeirrar einu, sem tekið er fram, að sé ónákvæm.