Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands, sem haldinn var 25. mars sl. í þjónustumið- stöð UMFÍ í Reykjavík, var samþykkt að fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verði haldið á Hvamms- tanga í umsjá Ungmennasambands Vestur- Húnvetninga dagana 24.–26. júní í sumar. UMFÍ auglýsti eftir mótshaldara til að sjá um undirbúning og framkvæmd á fyrsta Lands- móti UMFÍ 50+ og bárust tvær umsóknir, frá USVH og HSK. Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélag- ið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara. Landsmót UMFÍ hafa alla tíð notið óskiptra athygli og vinsælda. Landsmót UMFÍ eru ein fjölmennustu íþróttamót sem haldin eru hér á landi. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og næsta mót verður haldið á Selfossi 2013. Á Landsmótum er keppt í mörgum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta eins og drátt- arvélaakstri, starfshlaupi auk annarra greina. Fjöldi keppenda hefur oft verið í kringum 2000 og þeir sem koma og fylgjast með eru frá 12 til 20.000, en hefur mest farið upp í 25.000 manns árið 1965 á Laugarvatni. Unglingalandsmót UMFÍ hafa heldur betur slegið í gegn, en 14. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum í sumar. Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Unglingalandsmótin hafa svo Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Hvammstanga sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Frá árinu 2002 hafa Unglingalands- mótin verið haldin á hverju ári og hefur þátt- takendum fjölgað jafnt og þétt með hverju árinu. Nú hefur verið ákveðið að blása til fyrsta Landsmóts UMFÍ 50+ á Hvammstanga dagana 24.–26. júní nk. sem fyrr segir. Þó nokkur umræða hefur verið í gangi um að ýta úr vör Landsmóti UMFÍ fyrir þennan aldurshóp enda hefur vakning um hreyfingu ýmiss konar í þjóðfélaginu aldrei verið meiri. Nú er svo komið að allir þeir sem eru orðnir 50 ára og eldri fá tækifæri til að etja kappi saman í þeim greinum sem í boði eru á mót- inu. Allir geta verið með og aðalatriðið er að fólk hittist og eigi góða stund saman. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði það einkar ánægjulegt að þetta mót skuli vera komið á en það sé búið að vera áhugamál hennar og annarra í nokkurn tíma. Landsmót UMFÍ 50+ verði því skemmti- leg viðbót við þá flóru sem hreyfingin er með. Helga Guðrún sagði ennfremur að þarna væri verið að mæta ákveðnum aldurshópi sem hefur verið að óska eftir að vera virkari innan hreyfingarinnar. Hún taldi að þetta Landsmót ætti að gera það. „Við vitum að í þessum aldursflokki hefur orðið ákveðin vakning á undanförnum árum. Á stóru Landsmótunum okkar hafa alltaf ein- hverjir verið að keppa á þessum aldri og enn- fremur í almenningsíþróttum sem við höf- um haldið úti. Með Landsmóti UMFÍ 50+ skapast vettvangur til að koma saman og taka þátt í mörgum íþróttagreinum. Ég held að þetta nýja mót sé kall tímans. Þarna á sér ekki bara keppni heldur skiptir þátttakan máli og vera saman í öllu mögulegu. Maður er manns gaman er lykilþema í Landsmótunum og það verður óneitanlega spennandi að sjá hvernig til tekst. Mér líst sérlega vel á Hvammstanga sem mótsstað og ég tel að staðsetningin sé góð. Það er skemmtilegt fyrir USVH að fá þetta mót en sambandið er 70 ára og þetta er um leið góð kynning fyrir svæðið í heild sinni. Í þessu felast mörg tæki- færi, bæði fyrir heimamenn og fyrir lands- menn sem eru að koma og taka þátt,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. – Verður ekki spennandi að sjá hvernig til tekst? „Jú, það verður það. Ég hlakka mikið til og vona að það verði góð þátttaka. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þátttökuna en von- andi er að þetta mót festi sig í sessi eins og hin mótin tvö. Verkefnið er mjög spennandi og þarft og ég held að þetta sé góð viðbót og stuðningur við íþróttastarfið í landinu og þennan aldurshóp,“ sagði Helga Guðrún. Myndirnar hér á síðunni eru frá Hvammstanga. Húnaþing vestra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.