Skinfaxi - 01.02.2011, Blaðsíða 13
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13
Svo er stefnan sett á mót þeirra yngri í
körfuboltanum en ekkert slíkt hefur verið
í gangi. Það hefur verið sérlega gaman og
upplífgandi að sjá starfsemina lifna við.
Þessi umsnúningur gefur manni kraft til
að halda áfram. Árangurinn lætur ekki á
sér standa sem segir manni að við erum
að gera rétta hluti,“ sagði Elín Rán í viðtali
við Skinfaxa.
Elín Rán segir ennfremur engum
blöðum um það að fletta að hún finni
fyrir miklum meðbyr.
„Meðbyrinn kom greinilega á sam-
bandsþinginu þar sem umræður voru
mjög góðar. Lottóreglurnar hjá okkur
voru endurskoðaðar og samþykktar. Þá
voru settar nýjar reglur um afrekssjóðinn
og reglur um val á íþróttamanni UÍA. Á
þinginu voru 25 tillögur samþykktar og
ég held að þinggerðin sé um 20 blað-
síður,“ sagði Elín Rán.
Elín Rán sagði að aðildarfélögin væru
orðin 35 en nýtt félag var tekið inn á
þinginu á dögunum. Hún sagði að þeim
hefði farið fjölgandi á síðustu árum og
hún veit um stofnun nýs félags sem er í
vinnslu sem kæmi þá inn á næsta þingi.
– Sérðu fyrir þér á næstu árum að
Austfirðingar eigi lið í efstu deildum
boltaíþrótta?
„Að mínu mati gæti það alveg gerst.
Það er unnið mjög gott starf í mörgum
aðildarfélögum. Fjarðabyggð var komin
ansi langt í knattspyrnunni og þeir stefna
ótrauðir upp á við. Stefnan hjá Hetti í
körfuboltanum hefur lengi verið að kom-
ast upp í úrvalsdeild en það tókst ekki að
þessu sinni. Það gengur vonandi eftir á
næsta ári. Ef starfið heldur áfram að vaxa
og dafna og hlúð verður að starfi yngri
flokkanna er ég ekki í nokkrum vafa um
að það muni skila okkur upp í efstu deildir.
Hér hefur ekki verið mikil hefð fyrir hand-
boltanum en handboltadeildin hjá Hetti
er að reyna að klóra sig áfram. Um síðustu
áramót hóf hópur æfingar í handbolta og
það er vonandi að uppbyggingin haldi
áfram. Norðfirðingar hafa átt topplið í
blakinu um árabil, en þar er hefðin orðin
mjög sterk, og hafa haldið sér stöðugt
áfram í hópi þeirra bestu. Ef tekst að ná
upp hefð í ákveðinni grein fylgir árangur-
inn með. Ég er bara bjartsýn í þessum
efnum,“ sagði Elín Rán.
UÍA er framkvæmdaaðilinn að 14.
Unglingalandsmóti UMFÍ í sumar en
það verður haldið á Egilsstöðum um
verslunarmannahelgina. Undirbún-
ingur stendur yfir af fullum krafti en
þessi mót hafa slegið rækilega í gegn.
Elín Rán var innt eftir því hvort ekki
ríkti mikil eftirvænting vegna mótsins
í sumar.
„Það er mikil tilhlökkun vegna mótsins
í stjórninni og aðildarfélögunum. Ég er
handviss um að það verður metþátttaka
af hálfu UÍA í Unglingalandsmótinu í sum-
ar og er þess fullviss að vel verði staðið
að mótinu. Mikill fjöldi fólks er kominn til
okkar til að skipuleggja hlutina og vinna
með okkur. Greinastjórar eru komnir á
fullt í undirbúningi þannig að vinnan er
komin af stað á öllum vígstöðvum í þeim
þáttum sem lúta að mótinu. Öll aðstaða
er til fyrirmyndar en það eina sem vantar
upp á núna er mótokrossbrautin og hún
er í bígerð.“
– Búist þið við miklum fjölda kepp-
enda og gesta á mótið í sumar?
„Í áætlunum okkar gerum við ráð fyrir
tólf hundruð keppendum eða nokkru
færri en voru á síðasta móti í Borgarnesi.
Það gætu allt eins orðið fleiri keppendur
en margar fjölskyldur eru með þetta mót
orðið fast í skipulaginu hjá sér. Krakkarnir
gera orðið kröfur um að mæta á mótið,
alveg sama hvar þau búa á landinu.
Unglingalandsmótin eru í dag partur af
útilegu fjölskyldunnar,“ sagði Elín Rán.
– Ert þú búin að vera lengi í ung-
mennafélagshreyfingunni?
„Já, ég er búin að lifa og hrærast í
henni lengi. Ég byrjaði í henni sem kepp-
andi ung að árum innan UÍA. Faðir minn
var formaður UÍA í nokkur ár og ýtti það
sjálfsögðu undir áhugann. Þegar ég var
unglingur var ég farin að starfa í frjáls-
íþróttaráðinu og þá farin að þjálfa. Síðan
kom smápása þegar ég fór burt í skóla en
þegar ég kom aftur á svæðið þá fór ég á
fullt í starfinu á nýjan leik.“
– Sýnist þér ekki að ungmennafélags-
hreyfingin eigi bjarta framtíð?
„Jú, ekki nokkur spurning. Það er afskap-
lega gefandi að starfa innan hennar og
hún er stór hluti af menningu okkar. Ég
get ekki séð annað en að hreyfingin muni
blómstra um ókomna framtíð. Það eru
tækifæri í öllum hornum og ef ríki og
sveitarfélög halda áfram að styðja við
bakið á hreyfingunni þurfum við engu
að kvíða,“ sagði Elín Rán Björnsdóttir, for-
maður Ungmenna- og Íþróttasambands
Austurlands, í samtalinu við Skinfaxa.
Austfirsk ungmenni
ganga inn á leik-
vanginn á Unglinga-
landsmótinu í Borg-
arnesi s.l. sumar.