Skinfaxi - 01.02.2011, Page 21
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 21
– Öll aðstaða er til fyrirmyndar hjá
ykkur. Það hlýtur að ýta undir að
starfið verði enn öflugra?
„Já, það hefur gert það og miðað við
fólksfjölda höfum við ágæta aðstöðu. Á
Hvammstanga eru gott íþróttahús, sund-
laug og reiðhöll. Í sumar á að sá í knatt-
spyrnuvöllinn hjá okkur og þá verður
aðstaðan orðin fín á þeim vettvangi. Við
höfum átt ágætis samstarf við sveitar-
félagið, erum með samning upp á veru-
legar fjárupphæðir sem við deilum algjör-
lega út til aðildarfélaga í samræmi við
magnið í starfinu hjá hverju og einu,“
sagði Guðmundur.
Aðspurður hvort Ungmennasamband-
ið verði í stakk búið til að halda Unglinga-
landsmót á næstu árum sagði Guðmund-
ur Haukur þá tæpast treysta sér til þess
að því leyti til að þeir hafi ekki þá aðstöðu
til frjálsra íþrótta sem til þarf.
„Við sóttum um að fá að halda Lands-
mót 50+ í sumar og fengum það. Það
verður gaman að fá að takast á við það
verkefni. Þegar ástandið í þjóðfélaginu
skríður aðeins upp á við er aldrei að vita
hvað við gerum hvað Unglingalandsmót
áhrærir. Auðvitað er það draumurinn að
geta tekið slíkt mót að sér. Okkur vantar
til þess eitt stykki keppnisvöll í frjálsum
íþróttum þar sem krafist er gerviefnis á
hlaupabrautum. En auðvitað höfum við
látið okkur dreyma um að taka þetta að
okkur,“ sagði Guðmundur Haukur.
– Starfið hjá ykkur virðist hafa verið
gott en frá ykkur hefur komið keppnis-
fólk í fremstu röð.
„Það hefur verið ágætisstarf og þá
alveg sérstaklega í Hrútafirðinum þaðan
sem Helga Margrét og þær systur koma.
Þær eru afreksmanneskjur á landsvísu og
þó að lengra væri leitað. Það hafa komið
hér upp ágætir íþróttamenn í fleiri grein-
um. Meðal annars hafa stúlkur héðan ver-
ið að leika með liðum eins og Keflavík og
KR í kvennaflokkum í körfubolta þegar
þær hafa þurft að sækja lengra nám í
framhaldsskóla. Við höfum haft ágæta
þjálfara á okkar snærum.“
– Hvernig sérðu þú framtíð ung-
mennasambandsins?
„Ég reikna með að við reynum að sigla
svipaða línu og við höfum gert. Við reyn-
um fyrst og fremst að einbeita okkur að
starfinu með börnum og unglingum. Það
er sú kynslóð sem tekur við og þegar kom-
ið er heim eftir framhaldsskóla vonum
við að þau taki við keflinu og haldi starf-
inu áfram. Það verður gaman að fá að
byrja á því að halda Landsmótið 50+ og
síðan á næstu 5–10 árum að láta sig
Fulltrúar nemendaráðs Grunnskóla Húnaþings
vestra, þau Eygló Hrund Guðmundsdóttir, Iðunn
Berta Bjarnadóttir og Guðrún Helga Magnús-
dóttir, ásamt Sveini Benónýssyni, íþrótta-og
tómstundafulltrúa, mættu til viðræðna við
byggðaráð til að kynna helstu niðurstöður frá
ungmennaráðstefnu sem haldin var í grunn-
skólanum. Fulltrúarnir hittu sveitarstjórn og
kynntu niðurstöður vinnu um ungmennalýðræði
í þremur efstu bekkjum skólans.
dreyma um að fá Unglingalandsmótið á
svæðið.“
– Hver er framtíð ungmennafélags-
hreyfingarinnar í þínum huga?
„Ungmennafélagshreyfingin á erindi
nú sem aldrei fyrr og mér finnst hún jafn-
öflug ef ekki öflugri en hún var áður. Sami
krafturinn og baráttuandinn er enn til
staðar í störfum hennar hvert sem litið er.
Hreyfingin hefur fært út kvíarnar á fjöl-
mennari svæðum landsins eins og Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Mér finnst eðlilegt
að UMFÍ haldi áfram að starfa sem sjálf-
stæð heildarsamtök og viðhalda því góða
starfi sem sambandið hefur gegnt í gegn-
um tíðina,“ sagði Guðmundur Haukur
Sigurðsson, formaður USVH.
isnic
Internet á Íslandi hf.
Brugðið á leik í köðl-
unum í íþróttahús-
inu á Hvammstanga.