Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 23

Skinfaxi - 01.02.2011, Síða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Ungmennafélag Íslands hefur í vetur heim- sótt ungmenna- og héraðssambönd og sveitarstjórnir í þeim tilgangi m.a. að efla samstarf er varðar hagsmuni fólks í sam- félaginu í íþrótta- og æskulýðsmálum. Starfsmenn UMFÍ sóttu fundina ásamt Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ. Ungmennafélag Íslands hélt fund 26. janúar sl. með sveitarstjórnum Fljótsdals- héraðs, Fjarðabyggðar og stjórn UÍA. Á fundunum fór fram kynning á starfsemi UMFÍ og einnig var UÍA með kynningu á starfsemi sinni. Þá var rætt um aukið Fundir á Egilsstöðum og á Hvammstanga samstarf á milli UÍA og sveitarfélaga á Austurlandi en hugmyndin er að efla sam- starf er varðar hagsmuni allra í samfélag- inu. Þá fóru fram umræður um 14. Ungl- ingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina í sumar. Undirbúningur fyrir mótið geng- ur vel en allar aðstæður til íþróttaiðkana á Egilsstöðum eru fyrsta flokks. Þann 31. janúar sl. var Ungmennasam- band Vestur–Húnvetninga heimsótt og var fundur með heimamönnum haldinn á Hvammstanga. Ásamt starfsmönnum UMFÍ sátu fundinn stjórnarfólk í USVH og sveitarstjórnarfólk í Húnaþingi vestra. Á fundinum fór fyrst fram kynning á starf- semi UMFÍ en að henni lokinni kynntu heimamenn starfsemi USVH. Þá var rætt aukið samstarf á milli USVH og Húna- þings vestra auk annarra mála. Þá voru íþróttamannvirki á Hvammstanga skoðuð. Starfið hjá USVH er líflegt og öflugt á mörgum sviðum og íþróttaáhugi mikill. Fundirnir voru afar gagnlegir og umræð- ur góðar. Til vinstri: Frá fund- inum á Egilsstöðum. Til hægri: Frá fund- inum á Hvamms- tanga. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.