Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 24

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Mikilvægi ungmennafélagshreyfingarinnar hefur sjaldan verið meira en í dag. Á tímum kreppu og samdráttar er nauðsynlegt að styðja með öllum ráðum við grasrótarstarfið í hreyfingunni, en það er undirstaðan fyrir allt íþróttastarf félaganna. Ungmennafélag Íslands og héraðssamböndin hafa í gegnum árin veitt félögunum styrk og kraft á mörg- um sviðum. Mikilvægt er að menn standi þétt við bakið hver á öðrum og vinni sam- eiginlega að baráttu- og hagsmunamálum hreyfingarinnar. Á það ekki síst við þegar sótt er að mikilvægum tekjustofnum hreyfingar- innar og niðurskurður er á flestum sviðum hjá ríkisvaldinu. Á HSK-þingi, sem haldið var fyrir skömmu, bar málefni heildarsamtaka íþróttahreyf- ingarinnar á góma. Þar var m.a. rætt um hugsanlegt samstarf og/eða sameiningu UMFÍ og ÍSÍ. Við umræður í allsherjarnefnd kom fram að margir fulltrúar aðildarfélaga sögðust ekki hafa skýra mynd af því fyrir hvað hreyfingarnar standa. Í ljósi þess er ekki úr vegi að tæpa á því helsta sem UMFÍ stendur fyrir. Ungmennafélag Íslands UMFÍ er landssamband ungmennafélaga. Innan hreyfingarinnar eru nítján héraðssam- bönd og tíu félög með beina aðild. Alls eru 263 félög innan UMFÍ með um 100 þúsund félagsmenn. Markmið samtakanna er „rækt- un lýðs og lands“, en í því felst að rækta það besta hjá hverjum einstaklingi og einnig að leggja rækt við íslenska tungu og menningu. Ennfremur að vernda náttúru landsins. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka sé lífsstíll. Hlutverk UMFÍ er að samræma starfsemi ungmennafélaga á Íslandi og veita þjónustu við aðildarfélög og félagsmenn. UMFÍ kem- ur fram út á við fyrir hönd ungmennafélag- anna, til dæmis gagnvart stjórnvöldum og í erlendum samskiptum. UMFÍ rekur þjónustu- miðstöðvar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Þangað geta sambandsaðilar, félög eða ein- stakir ungmennafélagar leitað eftir þjón- ustu og aðstoð við ýmis verkefni. Fjöregg hreyfingarinnar Eitt af fjöreggjum ungmennafélagshreyfing- arinnar er Unglingalandsmót UMFÍ. Mótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir unglinga 11 til 18 ára og er haldin um verslunarmannahelgina ár hvert. Þau eru frá- bær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Mótin hafa notið gífurlegra vinsælda og hafa þátttak- endur og gestir á mótunum verið á bilinu 10 til 12 þúsund. Á þessu ári verður 13. ULM haldið á Egilsstöðum og næsta mót þar á eftir verður á Selfossi 2012. Landsmót UMFÍ hafa í gegnum tíðina ver- ið stórviðburðir í íslenskri íþróttasögu. Þau eru fjölmennustu íþróttahátíðir sem haldn- ar eru hér á landi og hafa oft verið nefnd Ólympíuleikar Íslands. Landsmót UMFÍ á Akureyri 2009 var hið 26. í röðinni og jafn- framt 100 ára afmælismót. Þar var keppt í um 30 greinum, flestum hefðbundnum íþróttagreinum, ásamt svokölluðum starfs- íþróttum sem hafa notið mikilla vinsælda. Rúmlega 1500 keppendur tóku þátt í mótinu. Ef saman er talin þátttaka í kynningargrein- um, ráðstefnum og öðru því sem boðið var upp á voru þátttakendur yfir 2.700. Næsta Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 2013. Fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Hvammstanga 24.–26. júní n.k. Þar gefst eldri ungmennafélögum tækifæri á að etja kappi í völdum íþróttagreinum og eiga góðar stund- ir saman. UMFÍ hefur verið í góðu samstarfi við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÍÁA, og Landssamtök eldri borgara við und- irbúning þessa nýja verkefnis. Vinsæl almennings- íþróttaverkefni UMFÍ hefur staðið fyrir mörgum vinsælum almenningsíþróttaverkefnum undanfarin ár. Hefur það verið gert til að vekja fólk til um- hugsunar um mikilvægi hreyfingar og hollra lifnaðarhátta. Á síðasta ári fór af stað verk- efnið Hættu að hanga! – Komdu að synda, hjóla eða ganga! Þar var höfðað til allra aldurs- hópa þannig að hver og einn gæti stundað sína íþrótt á eigin forsendum. Gönguverkefni UMFÍ og Fjölskyldan á fjallið eru verkefni sem hafa verið starfrækt árum saman og notið mikilla vinsælda. Þá hefur UMFÍ komið að vefnum ganga.is en þar er að finna upplýs- ingar um göngu og gönguleiðir um land allt. Umhverfismál skipa stóran sess í starfi UMFÍ og hefur hreyfingin oft farið í lands- átak til að hreinsa og fegra umhverfið. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi nýs verkefnis undir kjörorðinu Hreint land, fagurt land. Sýndu hvað í þér býr Félagsmálafræðsla er ein af grunneiningum ungmennafélagshreyfingarinnar og hafa margir einstaklingar fengið þekkingu og reynslu af félagsmálastörfum innan hennar. UMFÍ stofnsetti Leiðtogaskólann 2001 til að halda utan um fræðslustarf hreyfingarinnar. Leiðtogaskólinn býður upp á vönduð nám- skeið með góðum leiðbeinendum hvar sem er á landinu. UMFÍ hefur m.a. í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Búnaðar- samband Íslands staðið fyrir félagsmála- fræðslu um land allt undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr“. Ungt fólk í UMFÍ Í gegnum árin hefur stefna UMFÍ verið að virkja ungt fólk sem mest til þátttöku í starfi innan hreyfingarinnar. Starfandi er ung- mennaráð UMFÍ, en í því eru ungmenni á aldrinum 15–25 ára. Ráðinu er ætlað að vera til umsagnar fyrir störf hreyfingarinnar og taka að sér ákveðin verkefni. Ungmenna- ráðið hefur komið að forvarnamálum hreyf- ingarinnar og staðið fyrir skemmtihelgum fyrir ungmenni 16–20 ára sem virða áfengis- og tóbakslögin. Ungmennaráðið hefur einnig tengst ýmsum námskeiðum og ráð- stefnum, bæði innanlands og utan. Norræn ungmennaskipti eru meðal þeirra verkefna sem fara fram á vegum UMFÍ á hverju ári. UMFÍ á einnig samstarf við sex lýðháskóla í Danmörku og árlega fara nokkur ungmenni til námsdvalar í tengslum við það samstarf. Öflugar forvarnir UMFÍ hefur ávallt haft forvarnir á stefnu- skrá sinni. Á síðasta sambandsþingi var sam- þykkt ný forvarnastefna UMFÍ. Í nokkur ár hefur verkefnið Flott án fíknar verið rekið undir hatti UMFÍ. Verkefnið tekur einkum til þriggja þátta, þ.e. neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburða- dagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt, án tóbaks og vímuefna. Þá hefur UMFÍ undanfarin ár tekið þátt í árlegum Forvarnadegi Forseta Íslands. Þrastaskógur Ein fallegasta skógarperla landsins er Þrastaskógur í Grímsnesi, skammt austan við Ingólfsfjall. Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi Íslands svæðið til skóg- ræktar fyrir 100 árum. Þar er nú falleg úti- vistarparadís með merktum gönguleiðum sem margir nota. Í Þrastalundi er rekinn veitingastaður. STÖNDUM ÞÉTT SAMAN Örn Guðnason, ungmennafélagi í stjórn UMFÍ og framkvæmdastjóri Umf. Selfoss: Örn Guðnason, stjórnarmaður UMFÍ og framkvæmda- stjóri Umf. Selfoss.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.