Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 26

Skinfaxi - 01.02.2011, Side 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ársþing Ungmennasambands Kjalarnes- þings, UMSK, var haldið í Versölum í Kópa- vogi 10. janúar sl. Yfir 140 fulltrúar frá 38 félögum sátu þingið sem fór vel fram. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK. Engin breyting varð í stjórn sambandsins. Fyrir þinginu lágu tillögur um breytingu á úthlutun úr afreksmannasjóði og tillaga um að stjórn verði heimilt að hefjast handa við undirbúning að ritun sögu sambands- ins, en árið 2012 verður sambandið 90 ára. Báðar tillögurnar voru samþykktar. Frá HK kom tillaga um að skipa nefnd til að yfirfara Lottóúthlutunarreglur sam- bandsins og var hún samþykkt. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, flutti þinginu kveðjur frá UMFÍ og sæmdi Hildigunni Gunnarsdóttur starfsmerki hreyfingar- innar. Einnig sat Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, þingið. Í þinghléi leiddi Jón Finnbogason, for- maður Gerplu, þingfulltrúa um húsa- kynni Gerplu í Versölum sem eru afar glæsileg. „Þetta var gott þing en um 85 þingfull- trúar sóttu það. Það kom fram á þinginu að við höfum aldrei veitt eins miklu úr afrekssjóðnum, við gengum á varasjóð sem er mjög gott að gera gert á þeim Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings, UMSK: Félögum fjölgar og fjölbreytnin eykst tímum sem nú eru í þjóðfélaginu. Það var nánast engum umsóknum hafnað. Við getum ekki annað en verið ánægð með starfsemina innan UMSK. Það er bjart fram undan, félögum fjölgar og fjölbreytnin eykst. Við höfum verið að taka inn nýjar greinar á borð við bandí, rugby og kraftlyftingar. Einnig merkjum við meiri þátttöku eldri félaga í starf- semina sem er mjög jákvæð þróun,“ sagði Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings, í samtali við Skinfaxa. Frá ársþingi UMSK sem haldið var í Versölum í Kópa- vogi. Neðri mynd: Fim- leikafélagið Gerpla hlaut UMFÍ-bikar- inn fyrir frábæran árangur á Evrópu- mótinu. Hluti hóps- ins er hér ásamt Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, for- manni UMFÍ. Aðalfundur Ungmenna- félags Akureyrar, UFA, var haldinn 16. febrúar sl. í kaffiteríu Íþrótta- hallarinnar. Tæplega 40 manns mættu á fundinn. Fundarstjóri var Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og fundarritari Una Jónatansdóttir. Gestir fundarins voru Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ, Óskar Þór Vilhjálmsson frá UMSE og Haukur Valtýsson frá ÍBA. Þuríður Árnadóttir formaður flutti skýrslu stjórnar, Hulda Ólafsdóttir gjald- keri fór yfir reikninga félagsins og Gunn- ar Gíslason útskýrði fjárhagsáætlun. Gestir ávörpuðu fundinn og önnur mál voru rædd. Að lokum var samþykkt stofn- un nýs sjóðs sem ber heitið Styrktarsjóð- ur UFA. Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar, UFA: Horfum björtum augum fram á veginn Að þessu sinni gengu fjórir úr stjórn; Þuríður Árnadóttir formaður, Una Jónatansdóttir ritari, Svanhildur Karlsdótt- ir varaformaður og María Aldís Sverris- dóttir varamaður. Nýir stjórnarmenn eru Fjalar Freyr Einarsson, Elfar Eiðsson, Helgi Þorbjörn Svavarsson og Sigurður Hrafn Þorkelsson. Nýja stjórnin kom síðan sam- an til fundar og var Gunnar Gíslason kjör- inn formaður. „Ég kom inn í stjórn UFA fyrir ári svo þetta er annað starfsárið mitt innan ung- mennafélagsins. Annars hef ég verið við- hangandi UFA sem foreldri í 2–3 ár, en krakkarnir mínir æfa með ungmenna- félaginu. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé spennandi verkefni og við erum að vaxa og eflast. Við erum smám saman að komast upp að hlið þeirra bestu í frjálsum íþróttum svo við getum ekki annað en horft björtum augum fram á veginn,“ sagði Gunnar Gíslason, nýkjör- inn formaður Ungmennafélags Akureyr- ar, í samtali við Skinfaxa. Frá aðalfundi UFA sem haldinn var í kaffiteríu Íþrótta- hallarinnar á Akur- eyri. Úr hreyfingunni

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.