Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 28

Skinfaxi - 01.02.2011, Page 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Valdís Þóra íþróttamaður Akraness Valdís Þóra Jónsdóttir var kjörin íþróttamaður Akraness fyrir árið 2010 og var það tilkynnt eftir þrettánda- gleði í Íþróttahúsinu á Akranesi. Hún varð m.a. Íslandsmeistari kvenna í holukeppni sem fram fór á Garða- velli sl. sumar. Þetta er fjórða árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina íþróttamaður Akraness. Hún varð einnig stigameistari kvenna í Eim- skipsmótaröð GSÍ og vann til verð- launa á mörgum mótum sumarsins. Valdís Þóra gerði það líka gott í Bandaríkjunum þar sem hún er við nám. Hún var í sigurliði síns skóla og jafnaði skólametið hjá Texas State fyrir lægsta skor einstaklings í keppni. Meðalskor hennar er með því lægsta sem nýliði á háskólamóta- röðinni hefur leikið og var hún valin í lið ársins. Valdís Þóra tók þátt í Evrópumóti kvenna fyrir Íslands hönd á La Manga á Spáni. Hún var einnig valin til að taka þátt í Heimsmeistaramótinu í Argentínu fyrir Íslands hönd en varð fyrir því óláni að fótbrotna í haust og komst því ekki með á HM. Önnur í kjörinu varð sundkonan Inga Elín Cryer og Aðalheiður Rósa Harðardóttir karatekona í þriðja sæti. Athygli vekur að konur eru í þremur efstu sætunum í kjörinu. Þess má geta svona, til gamans, að Valdís Þóra og Aðalheiður Rósa eru bræðra- dætur. Ragnar og Guðmunda íþróttakarl og íþrótta- kona Árborgar Ragnar Jóhannsson, handknattleiks- maður frá Umf. Selfoss, og Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona frá Umf. Selfoss, voru útnefnd íþrótta- karl og íþróttakona Árborgar 2010 á uppskeruhátíð íþrótta- og tóm- stundanefndar Árborgar 28. desem- ber sl. Þau eru vel að þessum titlum komin en þau stóðu sig einstaklega vel á þessu ári, Ragnar með hand- knattleiksliðinu sem komst upp í efstu deild sl. vor og landsliði Íslands í sínum flokki og Guðmunda með knattspyrnuliði Umf. Selfoss sem og U17- og U19-landsliðum Íslands. Þeim íþróttamönnum sem náðu afburða árangri á árinu var veitt viðurkenning og er greinilegt að efniviðurinn er til staðar í Árborg. Einnig var úthlutað peningastyrkj- um til þeirra sem náðu afburða árangri í meistaraflokki. Handknatt- leiksdeild Umf. Selfoss og Knatt- pyrnufélag Árborgar voru heiðruð sérstaklega fyrir þann frábæra árang- ur að komast upp um deild og fim- leikadeild Umf. Selfoss fékk viður- kenningu fyrir að komast á Evrópu- mót í hópfimleikum. Emil Pálsson íþrótta- maður Ísafjarðarbæjar Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson frá Boltafélagi Ísafjarðar var 23. janú- ar sl. valinn íþróttamaður Ísafjarðar- bæjar fyrir árið 2010. Þrátt fyrir ung- an aldur er Emil einn allra besti knatt- spyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á æfingamóti í Svíþjóð með U18-landsliði Íslands þar sem hann var byrjunarmaður í öllum leikjum. Þrátt fyrir ungan ald- ur er hann burðarstólpi í meistara- flokki BÍ og var fyrirliði þess árið 2010. Hann hefur verið fastamaður í ungl- ingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U19-landsliði Íslands. Emil leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri. Kristján Helgi íþrótta- maður og Nína Björk og Sigríður Þóra íþrótta- konur Mosfellsbæjar Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamið- stöðinni að Varmá 17. janúar sl. Ásamt því að heiðra íþróttakarl og -konu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistara- titla, bikarmeistara, landmótsmeist- ara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efni- legasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein. Heiðursverð- laun fékk Sveinbjörn Sævar Ragnars- son, markvörður og handbolta- kappi úr Aftureldingu, sem hefur æft og keppt með félaginu í 33 ár og er enn að keppa, 67 ára gamall. Fimm fulltrúar voru í kjöri til íþróttamanns Mosfellsbæjar frá fimm félögum en íþróttamaður Mosfellsbæjar 2010 var kjörinn Kristján Helgi Carrasco með 93 stig. Kristján var í 1. sæti á Bikarmeist- aramóti Íslands KAÍ og í 1. sæti á Grand Prix-meistaramóti Kata á veg- um KAÍ. Bæði mótin eru haldin þrisv- ar á keppnistímabilinu og eru stigin talin saman. Karatesamband Íslands útnefndi hann sem karatemann Íslands 2010. Hann var kjörinn íþróttamaður Aftureldingar 2010. Fjórir fulltrúar voru í kjöri til íþrótta- konu Mosfellsbæjar frá fjórum félög- um. Íþróttakonur Mosfellsbæjar 2010 voru kjörnar þær Nína Björk Geirsdóttir, golfíþróttakona úr Golf- klúbbnum Kili, og Sigríður Þóra Birgisdóttir, knattspyrnukona úr Aft- ureldingu. Þær urðu jafnar í kjörinu með 93 stig. Nína sýndi frábæran árangur á árinu og fór meðal annars holu í höggi á Íslandsmótinu í holukeppni og lenti í fjórða sæti á Landsmóti GSÍ. Hún spilaði fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða þar sem hún stóð sig best af íslensku keppendun- um í mótinu. Nína var kosin íþrótta- kona Golfklúbbsins 2010. Sigríður Þóra hefur keppt með U17- og U19-landsliðum Íslands, í samtals 11 leikjum. Þótt Sigríður Þóra sé ung að árum hefur hún ver- ið ein af lykilleikmönnum í meistara- flokki Aftureldingar síðustu fjögur ár og verið fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum. Hún var jafnframt kjörin íþróttakona Aftureldingar 2010. Jón Guðni íþrótta- maður Ölfuss Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Fram og U-21 landsliðs Íslands, var valinn íþrótta- maður ársins 2010 í Sveitarfélaginu Ölfusi og fór fram verðlaunaafhend- ing af því tilefni í Versölum í Þorláks- höfn 17. janúar sl. Jón Guðni átti frábært sumar árið 2010 og var einn af lykilmönnum Fram í Pepsídeildinni. Þar spilaði hann 17 leiki og skoraði 5 mörk. Jón Guðni spilaði sinn fyrsta A-landsleik í mars en alls urðu þeir fjórir á árinu. Þá spilaði Jón Guðni með U21-lands- liði Íslands sem náði þeim frábæra árangri að komast í úrslit Evrópu- meistaramótsins í knattspyrnu 2011. Jón Guðni var valinn í lið ársins hjá KSÍ og hlaut ýmsar fleiri viðurkenn- ingar á árinu. Ellefu íþróttamenn voru tilnefnd- ir í kjörinu um íþróttamann ársins en íþrótta- og æskulýðsnefnd Ölfuss velur hver hlýtur titilinn og er þetta í tólfta sinn sem valið fer fram. Alfreð og Íris Mist íþróttafólk Kópavogs Alfreð Finnbogason, knattspyrnu- maður úr Breiðabliki, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2010. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum 5. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Hafsteinn Karlsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Alfreð og Íris Mist voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþrótta- og tóm- stundaráðs Kópavogs (ÍTK) eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Alfreð var einn af lykilmönnum í meistaraliði Breiðabliks sem á árinu vann fyrsta Íslandsmeistaratitil félags- ins í karlaknattspyrnu. Hann lék 21 leik í Pepsídeildinni, skoraði 14 mörk og var í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar. Hann var valinn besti leikmaður ársins í lokahófi KSÍ af leikmönnum og þjálfurum Pepsí- deildarinnar. Sömu útnefningu hlaut hann hjá Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og á fótbolti.net. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik á árinu og var fastamaður í U21-lands- liðinu sem vann sér þátttökurétt á EM í Danmörku á komandi sumri. Alfreð hefur verið gríðarlega ein- beittur í að ná markmiðum sínum og heldur nú til Lokeren í Belgíu þar sem hann tekst á við ný verkefni sem atvinnumaður í knattspyrnu. Íris Mist varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum ásamt stöllum sínum í liði Gerplu. Hápunkt- inum var hins vegar náð í október síðastliðnum þegar hún ásamt liðs- félögum sínum varð Evrópumeistari í hópfimleikum. Íris Mist er einn af burðarstólpunum í Evrópumeistara- liðinu bæði félagslega og getulega. Hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir að framkvæma ný og erfið stökk á trampolíni. Á EM framkvæmdi hún m.a. erfiðustu æfingar á trampolíni sem sýndar voru á mótinu. Árangur Írisar Mistar og liðsfélaga hennar er einstakur í íþróttasögu landsins þar sem þetta er fyrsta liðið sem vinn- ur til gullverðlauna í hópíþrótt á Evrópumóti. Hörður Axel íþrótta- maður Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson var kjör- inn íþróttamaður Keflavíkur fyrir árið 2010 en þetta var annað árið í röð sem Hörður Axel hlýtur þessa viðurkenningu. Í umsögn um Hörð Axel segir að hann hafi tekið miklum breyting- um frá því að hann lék fyrst með Keflavík. Hann er fyrirmynd ungu kynslóðarinnar, utan vallar sem innan. Hann var lykilleikmaður Keflavíkurliðsins á síðasta tímabili og var liðið hársbreidd frá Íslands- meistaratitli. Oddaleikur í úrslitaein- víginu var háður í Keflavík en hann tapaðist eins og frægt er orðið. Hörður Axel leggur mikið á sig til að bæta sig sem leikmaður og stund- ar morgunæfingar af fullum krafti, oft eins síns liðs. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki halað inn titla á leiktíðinni er Hörður Axel verðugur handhafi þessarar tilnefningar segir í umsögn- inni. Hann var valinn í Stjörnulið KKÍ í netkosningu á dögunum fyrir hönd landsbyggðarinnar. Það er enn ein sönnun þess að strákurinn hefur 2010 ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.